EITT þekktasta óperuhús Spánar, Teatro Real í Madríd, verður opnað að nýju með pompi og prakt í dag en það hefur verið lokað í áratug vegna gagngerra endurbóta. Rúmlega sjötíu ár eru frá því að húsið gegndi síðast hlutverkið sínu sem óperuhús en það var lokað svo árum skipti vegna borgarastyrjaldarinnar spænsku og því síðar breytt og það notað sem tónlistarhús.
EITT þekktasta óperuhús Spánar, Teatro Real í Madríd, verður opnað að nýju með pompi og prakt í dag en það hefur verið lokað í áratug vegna gagngerra endurbóta. Rúmlega sjötíu ár eru frá því að húsið gegndi síðast hlutverkið sínu sem óperuhús en það var lokað svo árum skipti vegna borgarastyrjaldarinnar spænsku og því síðar breytt og það notað sem tónlistarhús.

Kostnaður við endurbyggingu hússins, sem var reist um miðja síðustu öld, nemur um 21 milljarði peseta, um 10 milljörðum íslenskra króna.