MIG langar að koma á framfæri þakklæti til Svörtu pönnunnar. Við gerum það stundum hjónin að koma þar við og fá okkur steiktan fisk til að hafa með heim. Fyrir nokkrum dögum fengum við okkur fisk eins og oft áður en þegar við komum heim vantaði hrásalatið.

Þakklæti fyrir góða þjónustu

MIG langar að koma á framfæri þakklæti til Svörtu pönnunnar. Við gerum það stundum hjónin að koma þar við og fá okkur steiktan fisk til að hafa með heim. Fyrir nokkrum dögum fengum við okkur fisk eins og oft áður en þegar við komum heim vantaði hrásalatið. Við hringdum og létum vita og vorum við beðin afsökunar á þessum mistökum og var okkur boðið í staðinn að næst þegar við kæmum fengjum við fría máltíð. Þetta kalla ég góða þjónustu.

Þ.M.

Til athugunar fyrir eldri borgara

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Atkvæðagreiðsla á Alþingi. Nei hópurinn virðist vera vinstri menn. Eða þeir flokkar sem skipa R-listann í Reykjavík. Það er viðtal við Árna Sigfússon og Ingibjörgu Sólrúnu í Mannlífi í maí '94. Þar er spurt: Á að hætta niðurgreiðslu til aldraðra? Og bæði segja nei. En nú er búið að fella þessa aðstoð alveg niður en hækka alla þjónustu um 100%. Fyrir utan álögur á íbúðir sem má ekki kalla skatta. Það hlýtur að vera augljóst hvern á að kjósa."

Matthildur Ólafsdóttir.

Tapað/fundið

Boss-gallabuxur týndust

BLÁAR Boss-gallabuxur, týndust í sundlaug Vesturbæjar 2. október. Þeirra er sárt saknað. Í buxunum er lyklakippa og tölvudýr. Þeir sem hafa séð buxurnar hringi í síma 562 1171.

Svört sólgleraugu týndust

SVÖRT sólgleraugu með silfurlituðum doppum á hliðarspöngum týndust í síðustu viku. Glerin eru sjóngler og gagnast því fæstum. Finnandi vinsamlegast hringið í Kristínu í síma 562 1161.

Marglitt barnateppi týndist

MARGLITT, heklað barnateppi, týndist í lok september, sennilega í Kringlunni eða Hnoðruholti. Þeir sem hafa séð teppið hafi samband í síma 552 0176.

Dýrahald

Perla er týnd

PERLA, kolsvört sex mánaða læða með hvítan blett á hálsi, týndist frá Lækjarhjalla 22, Kópavogi, sl. þriðjudag. Hún var með bláa ól og merkt. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í síma 564 4717 eða 551 9030.

Týndur köttur

SVARTUR fressköttur með hvíta týru í rófu tapaðist frá Fagrahjalla 10 í Kópavogi þriðjudaginn 10. september. Hann er geltur og eyrnamerktur. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hafa samband í síma 554 4401 eða hafa samband við kattholt.

Læður óska eftir heimili

TVÆR læður, svartar, önnur með hvíta bringu, þriggja og hálfs mánaðar og kassavanar og vel upp aldar, óska eftir heimili. Uppl. í síma 554 2552.