VALERIJ P. Berkov norrænufræðingur og orðabókahöfundur var staddur hér á landi nú í vikunni ásamt eiginkonu sinni, en þetta er þriðja heimsókn hans til Íslands. Fyrst kom hann hingað árið 1966 og síðan árið 1990. Berkov flutti fjóra fyrirlestra hér á landi að þessu sinni.
Hvaða .... ? " " STOFNANDI:: HTH \:
\:
Almennt ástand mála í Rússlandi Rán og sala auðlinda landsins er
versti glæpurinnVALERIJ P. Berkov nor rænufræðingur og orðabókahöfundur var stadd ur hér á landi nú í vikunni ásamt eiginkonu sinni, en þetta er þriðja heimsókn hans til Íslands. Fyrst kom hann hingað árið 1966 og síðan árið 1990. Berkov flutti fjóra fyrirlestra hér á landi að þessu sinni. Hann hélt fyrirlestur á íslensku í Íslenska málfræðifélaginu og fjallaði hann þar um glímuna við gerð orðabóka í nútímaveröld. Þá hélt hann fyrirlestur fyrir starfsfólk rússneska sendiráðsins um Íslendinga og sögu Íslands og var sá fyrirlestur skiljanlega fluttur á rússnesku, og hjá MÍR spjallaði Berkov um ástundun norrænna fræða í Rússlandi og var sá fyrirlestur fluttur á íslensku. Loks hélt Berkov opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands, og fjallaði hann um það hvert stefnir í Rússlandi.
"Nú er það svo að ég er málvísindamaður en hvorki félagsfræðingur né hagfræðingur. Ég segi því einungis frá því sem við almennir borgarar í Rússlandi sjáum og hugsum. Því miður hefur ekki orðið mikil breyting á atvinnulífinu í Rússlandi og með því að skoða hagtölur sést að framgangur er því miður enginn. Afbrot og spilling viðgangast, en spillingin er eins og krabbamein þannig að því seinna sem tekist er á við hana þeim mun erfiðara er að kveða hana niður. Þetta er því ekkert til að hrópa húrra fyrir nú sem stendur."
Hvað telur þú vera helst að á þessu sviði í Rússlandi?
"Það versta er að ekki er gripið til neinna róttækra aðgerða til að snúa þessari þróun við. Við vitum ekkert hvert stefnir eða hvaða áætlanir stjórnvöld hafa á prjónunum. Þetta þróast þannig að þeir ríku verða ennþá ríkari og þeir fátækari sífellt fátækari. Munurinn á þeim auðugu og þeim fátæku er geysilega mikill og miklu meiri en áður. Þess vegna hugsa svo margir í Rússlandi aftur í tímann og minnast þess hvað þeir þó höfðu þá úr að moða. Þeir bera það svo saman við daginn í dag þegar þeir hafa lítið sem ekkert. Þetta getur verið mjög hættulegt."
Hverju spáir þú þá um framtíð Rússlands?
"Fjórir helstu þættirnir í rússnesku samfélagi eru þjóðin, völdin, stjórnmálaflokkarnir og herinn. Þjóðin er þolinmóð en sinnulaus nú á tímum og því eru ekki líkur á byltingu. Hægt er að hafa mörg mjög ljót orð um stjórnina og forsetann, en kosning þeirra hefur farið fram á grundvelli stjórnarskrárinnar og því er þetta allt lögum samkvæmt. Hvað herinn varðar tel ég að hann komi ekki til með að láta kræla á sér á næstu árum. Ég held því að ástandið breytist lítið á næstunni, en því seinna sem gripið verður til róttækra aðgerða í því skyni að gjörbreyta þróuninni þeim mun erfiðara verður það. Í dag er einungis um að ræða skammtímalausnir og það skortir alla stefnumörkun í stjórn landsins þar sem gerðar eru markvissar framtíðaráætlanir."
Þú talar um að afbrot og spilling viðgangist í Rússlandi. Hvað telur þú vera hið versta á því sviði?
"Stærstu afbrotin eru hvorki ránin né morðin heldur tel ég versta glæpinn vera þann að óprúttnir menn ræna Rússland auðlindum sínum og selja þær. Þessir menn sitja á kontórum og selja auðlindirnar fyrir stórfé sem þeir síðan safna á erlenda bankareikninga. Þetta eru verstu glæpirnir, og þetta er aðeins hægt að gera þegar spilltir embættismenn leggja þessum mönnum lið við iðju sína. Þetta er grundvöllur spillingarinnar, og eins og með krabbameinið er þeim mun erfiðara að uppræta þetta eftir því sem tíminn líður."
Valerij P. Berkov, prófessor í málvísindum við háskólann í St. Pétursborg og háskólann í Ósló, er fæddur 11. ágúst árið 1929 í Leningrad (St. Pétursborg) þar sem faðir hans var prófessor í rússneskum bókmenntum. Í heimsstyrjöldinni síðari var fjölskyldan flutt til Kirgisia og þar vaknaði áhugi Berkovs á norsku og norskum bókmenntum. Að stríðinu loknu hóf hann nám í norsku og öðrum norrænum málum og í árslok 1951 lauk hann háskólaprófi og doktorsgráðu hlaut hann 1955. Árið 1973 var Berkov skipaður prófessor við háskólann í Leningrad og hefur hann gegnt þeirri stöðu síðan og frá 1978 hefur hann veitt forstöðu Norrænu málvísindastofnuninni þar í borg. Berkov samdi ásamt Árna Böðvarssyni Íslensk-rússneska orðabók sem gefin var út 1962, og hann var ritstjóri Rússnesk- íslenskrar orðabókar sem Helgi Haraldsson samdi og gefin var út hjá Nesútgáfunnií ársbyrjun 1997. Um þessar mundir vinnur hann m.a. að nýrri gerð norsk-rússneskrar orðabókar, auk þess sem hann kennir við háskólana í St. Pétursborg og Ósló. Eiginkona Valerijs Berkovs er Svetlana Berkov.
Framgangur er því miður enginn
Valerij P. Berkov