Kossinn
"aðeins fyrir
fullorðna"
xxxxx maður
ELLEN DeGeneres hefur hótað því að hætta í gamanþáttunum "Ellen" eftir að ABC-sjónvarpsstöðin flokkaði síðasta þátt sem "aðeins fyrir fullorðna". Í þættinum kyssir persónan sem hún leikur, Ellen Morgan, vinkonu sína, sem leikin er af Joely Fisher.
"Þetta er hrein og klár mismunun," sagði leikkonan í viðtali við Times og bætti við að eina ástæðan fyrir þessari "aðvörun" væri sú að þátturinn fjallaði um samkynhneigð. "Þessi aðvörun segir krökkum að eitthvað sé athugavert við það að vera samkynhneigður."
Talsmaður ABC, Patricia Matson, sagði í viðtali við Times að sjónvarpsstöðin hefði þá skyldu við áhorfendur að hjálpa þeim að velja efni við hæfi fyrir krakka.