ÝI spurningaþátturinn í Ríkissjónvarpinu, Þetta helzt, fór vel af stað að mati Víkverja. Formið á þættinum er nýtt í íslenzku sjónvarpi og í stað þess að þátttakendur séu ofureinbeittir og grafalvarlegir í tímahraki er andrúmsloftið afslappað og beinlínis ætlazt til að fólk geri að gamni sínu. Það tókst líka ágætlega.
ÝI spurningaþátturinn í Ríkis sjónvarpinu, Þetta helzt, fór vel af stað að mati Víkverja. Formið á þættinum er nýtt í íslenzku sjónvarpi og í stað þess að þátttakendur séu ofureinbeittir og grafalvarlegir í tímahraki er andrúmsloftið afslappað og beinlínis ætlazt til að fólk geri að gamni sínu. Það tókst líka ágætlega. Þátturinn er reyndar blygðunarlaus stæling á vinsælum spurningaþætti sem sýndur hefur verið á sjónvarpsstöðinni BBC 2 í Bretlandi, Have I Got News For You, en Víkverji sér ekkert að því að staðfæra góða hugmynd með þessum hætti.

BREZKA þættinum, þar sem Angus Deayton er stjórnandi og háðfuglarnir Paul Merton og Ian Hislop liðstjórar, er húmorinn stundum hárbeittur og deilt á allt milli himins og jarðar á milli þess sem spurningum er svarað. Víkverji er ekki viss um að menn kæmust upp með jafnbeinskeytta fyndni í íslenzku sjónvarpi. Fróðlegt verður hins vegar að sjá hvort íslenzki þátturinn verður jafnvinsæll og brezka fyrirmyndin, en gamlir þættir eru nú endursýndir á BBC 2 á þriðjudagskvöldum undir nafninu Have I Got Old News For You.

ÍKVERJI sótti fyrir nokkrum árum fund Alþjóðahvalveiði ráðsins í Glasgow og fór m.a. á útifund þar sem hvalveiðum var mótmælt. Þar var aðalræðumaðurinn ungur þingmaður Verkamannaflokksins, Tony Banks að nafni. Hann vandaði ekki hvalveiðiríkjunum Íslandi, Noregi og Japan kveðjurnar. "Ef þetta fólk vill éta óvenjulega rétti ætti það frekar að éta hvert annað en hvalina," sagði Banks við mikinn fögnuð fundargesta.

Nokkrum árum síðar sá Víkverji Banks og heyrði í umræðuþætti í brezka sjónvarpinu, þar sem hvalveiðar Íslendinga voru til umræðu. Þingmaðurinn lét svo um mælt, eins og ekkert væri eðlilegra, að nær væri að skjóta hvalveiðimennina en hvalina.

ETTA rifjaðist upp fyrir Vík verja þegar hann heyrði í síð ustu viku fréttir af vandræðum núverandi íþróttaráðherra Breta. Ráðherrann reyndist vera fyrrnefndur Tony Banks, sem hefur greinilega enn munninn fyrir neðan nefið og hefur látið falla ýmis glannaleg ummæli um jafnt samflokksmenn sína og pólitíska andstæðinga. Hann líkti m.a. William Hague, formannI Íhaldsflokksins, við fóstur en formaðurinn þykir hafa nokkuð barnslegt andlit.