»Varaforseti Tævans kom hingað í þessari viku og mótmæltu yfirvöld í Kína harkalega. Þau líta á Tævan sem uppreisnarhérað í Kína. Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins krafðist þess meira að segja að Íslendingar vísuðu varaforsetanum úr landi. Varaforsetinn sést hér á mynd. Hvað heitir hann? »Ný íslensk kvikmynd var frumsýnd í vikunni og heitir hún "Perlur og svín".
SPURT ER . . . »Varaforseti Tævans kom hing að í þessari viku og mótmæltu yfirvöld í Kína harkalega. Þau líta á Tævan sem uppreisnarhérað í Kína. Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins krafðist þess meira að segja að Íslendingar vísuðu varaforsetanum úr landi. Varaforsetinn sést hér á mynd. Hvað heitir hann?



»Ný íslensk kvikmynd var frum sýnd í vikunni og heitir hún "Perlur og svín". Þetta er gamanmynd og fjallar um "íslenska drauminn", sem mun snúast um skjótfenginn gróða og langt frí í heitum löndum. Leikstjóri myndarinnar gerði einnig "Sódómu Reykjavík". Hvað heitir hann?



»Bandaríkjamaður, sem á rætur að rekja til Rússlands og Ítal íu, var ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 1. september á næsta ári. Hann er vinur Kristjáns Jóhannssonar, hefur oft komið hingað til lands og nokkrum sinnum stjórnað Sinfóníunni. Hvað heitir maðurinn?



»Maður einn var staðinn að verki við innbrot í kaffistofu í Hafn arfirði aðfaranótt miðvikudags. Maðurinn mátti vart mæla og var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Ástæðan fyrir erfiðleikum hans með mál var hins vegar ekki víman, heldur hafði hann sopið af brúsa einum með þeim afleiðingum að munnur hans límdist saman. Hvað var á brúsanum?



»Davíð Oddsson forsætisráð herra fer um helgina til Dan merkur og mun þar ræða við forsætisráðherra Danmerkur. Hvað heitir starfsbróðir Davíðs í Danaveldi?



»Hvað merkir orðtakið að grípa fram fyrir hendurnar á ein hverjum?



»Hver orti?

Dýrmæt eru lýðsins ljóð,

landsins von þau styrkja.

Alltaf græðir þessi þjóð,

þegar skáldin yrkja.



»Greint var frá því á fimmtudag að ítalskt leikskáld hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Skáldið kvaðst furðu lostið þegar tíðindin bárust um ákvörðun sænsku akademíunnar. Maður þessi skrifaði meðal annars leikritin "Þjófar, lík og falar konur" og "Stjórnleysingi ferst af slysförum". Hvað heitir hann?



»Hann hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins og lék fyrsta leik sinn með A-landsliði Íslands í knattspyrnu vorið 1979. Landsliðsferillinn nær því yfir 18 ár, sem er met, en í dag tekur hann fram skóna síðasta sinni fyrir landsliðið eftir að hafa leikið 72 landsleiki. Maður þessi er nú 36 ára og leikur með Örebro. Hvað heitir hann?



SVÖR: 1. Lien Chan. 2. Óskar Jónasson. 3. Rico Saccani. 4. Hann hafði drukkið síróp. 5. Paul Nyrup Rasmussen. 6. Taka ráðin af einhverjum, ganga inn á verksvið einhvers. 7. Einar Benediktsson. 8. Dario Fo. 9. Arnór Guðjohnsen.