Í KJÖLFAR vinsælda kvikmyndarinnar um herra Bean hefur heyrst að Rowan Atkinson sé að hugleiða að yfirfæra annan þekktan sjónvarpskarakter yfir á hvíta tjaldið. Í þetta skipti er það Blackadder sem áhuginn beinist að. Atkinson hefur hóað í Richard Curtis, einn af fjórum höfundum Blackadder-þáttanna, og eru þeir að velta fyrir sér hvernig persóna Blackadder fagni árinu 2000.
Blackadder
í bíó?
Í KJÖLFAR vinsælda kvikmyndarinnar um herra Bean
hefur heyrst að Rowan Atkinson sé að hugleiða að yfirfæra annan þekktan sjónvarpskarakter yfir á hvíta tjaldið. Í þetta skipti er það Blackadder sem áhuginn beinist að.
Atkinson hefur hóað í Richard Curtis, einn af fjórum höfundum Blackadder-þáttanna, og eru þeir að velta fyrir sér hvernig persóna Blackadder fagni árinu 2000. Ef úr verður að kvikmynda nýtt ævintýri um Blackadder þá kemur það víst ekki í bíó á næstunni því þeir félgar Atkinson og Curtis eru uppteknir í öðrum verkefnum næsta árið.