Lipurtá
í nýtt húsnæði
NÝLEGA flutti Lipurtá, fótaaðgerða-, nudd- og snyrtistofa
í nýtt húsnæði að Staðarbergi 24 í Hafnarfirði.
Lipurtá á 10 ára starfsafmæli um þessar mundir og eigendur eru Þórhalla Ágústsdóttir og Gísli Ölver Sigurðsson.
Hjá Lipurtá er í boði öll almenn snyrtiþjónusta, nudd og fótaaðgerðir. Einnig er förðunar- og naglagallerí á staðnum og úrval snyrtivara.
Á stofunni starfa tveir löggiltir fótaaðgerðarfræðingar, 2 snyrtifræðingar, nagla- og förðunarfræðingur og nuddari.
Lipurtá er opin alla virka daga frá kl. 818 og laugardaga kl. 1016.
Á MYNDINNI eru f.v. Rósalind Sigurðardóttir förðunarfræðingur og Þórhalla Ágústsdóttir, eigandi, löggiltur fótaaðgerðarfræðingur og snyrtifræðingur.