Sýning sem ber yfirskriftina Kirkja og kirkjuskrúð - Miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi - hefur staðið í Þjóðminjasafninu í sumar og vakið bæði athygli og aðdáun þeirra sem séð hafa. Sýningunni líkur nú bráðum.
efni 11. okt

Sýning

sem ber yfirskriftina Kirkja og kirkjuskrúð - Miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi - hefur staðið í Þjóðminjasafninu í sumar og vakið bæði athygli og aðdáun þeirra sem séð hafa. Sýningunni líkur nú bráðum. Sextán sérfræðingar fjalla um efnið í bók og er hér birt ritgerð Þóru Kristjánsdóttur um íslenzka kirkjulist á miðöldum, sem hefur verið fjölskrúðug, svo sem sjá má af útskurði, máluðum fyrirbríkum og veglegum altarisklæðum.





Ástralski

leikstjórinn David Freeman, sem fært hefur Cosi fan tutte eftir Mozart upp í Íslensku óperunni, er þekktur fyrir allt annað en hefðbundin vinnubrögð í leikhúsi. Í samtali við Lesbókina lætur hann gamminn geisa um sýninguna, óperuna og listina almennt, sem hann segir eiga undir högg að sækja, fyrir einar eða aðrar sakir.



Hálsskógur

í Fnjóskadal var fallegur og gróskumikill eins og Vaglaskógur í næsta nágrenni. Sá skógur er enn unaðsreitur, en Hálsskógur er nánast horfinn og þann gæfumun má rekja til þess að á Hálsi bjó prestur einn, séra Jón Þorgrímssson, sem var svo mikill búhöldur og fjáraflamaður að hann gekk miskunnarlaust á skóginn. Um eyðingu Hálsskógar skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.





Galdrakarlinn í Oz

er meðal þekktustu barnabókmennta vestræns heims. Sagan af ævintýra ferð Dóróteu og hundsins hennar Tótó til ævintýraheims handan regnbogans er skrifuð um aldarmótin af rithöfundinum Lyman Frank Baum. Dans- og söngvamynd eftir sögunni var gerð í Hollywood árið 1939 og skartaði barnastjörnunni Judy Garland í hlutverki Dóróteu. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu á morgun, sunnudag.



Meðvirkni

Um farvegi þeirra sem eru öðruvísi skrifar Þorsteinn Antonsson og birtist hér 7. grein hans og fjallar um meðvirkni. Sá meðvirki er flókin manngerð, segir höfundurinn, en öfgafullt samband við aðra manneskju lætur hann standa öllum öðrum samböndum fyrir þrifum; hann er einskonar huldumaður fíknarinnar.





Dario Fo

hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Jóhann Hjálmarsson segir frá þessum heimsþekkta ítalska rithöfundi í tilefni þessa en þar segir meðal annars: "Hvað sem um úthlutunina má segja hressir hún upp á ímynd akademíunnar sem í sitja átján ábúðarmiklir bókmennta- og lærdómsmenn.



Forsíðumyndin er úr barnasöngleiknum Galdrakarlinn í Oz. Ellert A. Ingimundarson fer með hlutverk fuglahræðunnar, Björn Ingi Hilmarsson er tinkarl og Dóróteu leikur Sóley Elíasdóttir.