Hann er rektor í reynslunnar skóla og ræður mönnum heilt. Hann lætur þá greina það rétta frá röngu og reynir að útskýra það. Hann útskrifar aðeins fjóra, og á því sézt, að enginn er alveg sáttur við allífið; unz að því kemur, að allir fara á fund hins æðsta.
GUÐBJÖRG SNÓT JÓNSDÓTTIR
SKÓLAMEISTARINN
Hann er rektor
í reynslunnar skóla
og ræður mönnum heilt.
Hann lætur þá greina
það rétta frá röngu
og reynir að útskýra það.
Hann útskrifar aðeins fjóra,
og á því sézt,
að enginn er alveg sáttur
við allífið;
unz að því kemur,
að allir fara
á fund hins æðsta.
Fangi
Hann er fangi
í fangelsi þjóðar sinnar,
en það er ekki það versta,
því að hann er fangi
alls, sem hann á og óskar,
og endar því líf sitt
á annan hátt.
Höfundurinn er með BA-próf í guðfræði.