HARÐAR deilur milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og landsbyggðarfélaga verslunarmanna verða eitt megin umræðuefnið á 21. þingi Landssambands ísl. verslunarmanna sem hófst í gær. VR hefur hótað að segja sig úr sambandinu sem hefði þá þýðingu að VR færi jafnframt úr ASÍ. Við umræður á þinginu í gær fjallaði Magnús L.
21. þing LÍV sett í skugga mikils ágreinings um skipulagsmál
Reynt verður að setja
niður deilur í nefndHARÐAR deilur milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og landsbyggðarfélaga verslunarmanna verða eitt megin umræðuefnið á 21. þingi Landssambands ísl. verslunarmanna sem hófst í gær. VR hefur hótað að segja sig úr sambandinu sem hefði þá þýðingu að VR færi jafnframt úr ASÍ. Við umræður á þinginu í gær fjallaði Magnús L. Sveinsson ítarlega um ágreininginn sem uppi er og lagði áherslu á að verslunarmenn næðu sáttum og sagði að skapa þyrfti vettvang til að félögin ræddu saman og leystu deilumálin.
VR mun því ekki tilkynna úrsögn úr sambandinu á þinginu, að sögn Magnúsar, og er nú reiknað með að sett verði á laggirnar nefnd sem falið verði að leita sátta og koma með tillögur að breyttu skipulagi fyrir 1. október á næsta ári.
Vill endurnýja einingu og samheldni
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV, vék einnig að deilunum innan LÍV við setningu þingsins og sagðist vonast til að verslunarmenn sneru bökum saman á þinginu og endurnýjuðu þann anda einingar og samheldni sem lengst af hefði einkennt verslunarfólk.
Búist er við mikilli umræðu og talsverðum deilum um þetta mál þegar umræður fara fram um lagabreytingar og skipulagsmál á þinginu í dag og á morgun.
Verkalýðsforingjar og aðrir gestir við setningu þings LÍV í gær hvöttu þingfulltrúa eindregið til samstöðu verslunarmanna. Tveir fyrrverandi formenn landssambandsins, Sverrir Hermannsson bankastjóri og Björn Þórhallsson, ávörpuðu þingið og hvöttu til samheldni og sátta. Björn var sæmdur gullmerki LÍV fyrir áralöng störf sín í formennsku sambandsins á þinginu í gær.
40 ára afmælishátíð
Landssambandið er 40 ára um þessar mundir og bar setningarathöfn þingsins þess merki í gærmorgun. Í sambandinu eru 25 félög verslunar- og skrifstofufólks um land allt og eru félagsmenn 18.715 talsins, 11.881 kona og 6.834 karlar. LÍV er annað stærsta landssambandið innan ASÍ, næst á eftir Verkamannasambandinu.
Fyrir hádegi í dag fer fram sérstök umræða um vinnuumhverfi launafólks og Evrópusamstarfið og eftir hádegi er á dagskrá umræða um lífeyrismál, þar sem Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, flytur ræðu. Þinginu lýkur á sunnudag.
ÞING Landssambands ísl. verslunarmanna er haldið á Grand Hotel Reykjavík og er um leið afmælishátíð vegna 40 ára afmælis sambandsins.