ÞING Kazakhstans útnefndi í gær yfirmann ríkisolíufyrirtækisins forsætisráðherra í kjölfar afsagnar Akezhans Kazhegeldíns. Hinn nýi forsætisráðherra, Nurlan Balgimbajev, sagði að engra stefnubreytinga væri að vænta.
Ný stjórn í Kazakhstan

Alamatíj. Reuters.

ÞING Kazakhstans útnefndi í gær yfirmann ríkisolíufyrirtækisins forsætisráðherra í kjölfar afsagnar Akezhans Kazhegeldíns. Hinn nýi forsætisráðherra, Nurlan Balgimbajev, sagði að engra stefnubreytinga væri að vænta.

Forseti landsins, Nursultan Nazarbajev, hafði gagnrýnt harðlega umbætur fráfarandi stjórnar og sagt þær lítílmótlegar og ruglingslegar. Forsetinn hefur afgerandi framkvæmdavald og sögðu aðstoðarmenn Balgimbajevs að tilkynnt yrði um útnefningu fleiri ráðherra innan tíðar, en ætlun forsetan væri sú, að stjórnin yrði "fámenn og fagleg".

Balgimbajev hefur lengi verið starfsmaður í olíuiðnaði Kazakhstans, sem er fyrrum Sovélýðveldi, og lagði til við Nazarbajev að landið yrði gert að sjötta mesta olíuframleiðanda heimsins með því að auka framleiðslu á hráolíu í 170 milljónir tonna árið 2010 úr 27 miljónum tonna, sem reiknað er með að verði framleidd í ár.