UNNIÐ er að sameiningu Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík og Aftureldingar á Hellissandi þessa dagana og umræður hafa verið í gangi milli verkalýðsfélaganna í Vík og á Kirkjubæjarklaustri um sameiningu. Einnig hafa staðið yfir umræður milli Verslunarmannafélags Rangæinga og Verslunarmannafélags Árnessýslu um sameiningu og myndi það félag verða með yfir 400 félagsmenn ef af yrði.
Verslunarfélög sameinuð

UNNIÐ er að sameiningu Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík og Aftureldingar á Hellissandi þessa dagana og umræður hafa verið í gangi milli verkalýðsfélaganna í Vík og á Kirkjubæjarklaustri um sameiningu. Einnig hafa staðið yfir umræður milli Verslunarmannafélags Rangæinga og Verslunarmannafélags Árnessýslu um sameiningu og myndi það félag verða með yfir 400 félagsmenn ef af yrði. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram á þingi Landssambands íslenskra verslunarmanna í gær um sameiningu verslunarmannafélaga.

Töluvert hefur gerst í sameiningarmálum félaganna á seinustu mánuðum og árum. Verslunarmannafélög Bolungarvíkur og Ísafjarðar sameinuðust fyrir nokkru til reynslu til þriggja ára. Innganga Verslunarmannafélags Borgarness sem deild í Verkalýðsfélagi Borgarness varð endanleg fyrir skömmu og einnig hefur Verslunarmannafélag Húnvetninga á Blönduósi stofnað deildaskipt stéttarfélag, ásamt flestum stéttarfélögum á svæðinu.



Reynt verður/6