FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á aðalfundi á fimmtudagskvöld að viðhafa uppstillingu á framboðslista flokksins til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Kjörnefnd hefur verið falið að vinna við uppstillingu listans og þegar því verki er lokið mun hann verða lagður fyrir fund fulltrúaráðsins til staðfestingar. Að sögn Sigurðar J.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Uppstilling á framboðslista

FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á aðalfundi á fimmtudagskvöld að viðhafa uppstillingu á framboðslista flokksins til sveitarstjórnarkosninga næsta vor.

Kjörnefnd hefur verið falið að vinna við uppstillingu listans og þegar því verki er lokið mun hann verða lagður fyrir fund fulltrúaráðsins til staðfestingar.

Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins komu þau sjónarmið fram á aðalfundi fulltrúaráðsins að efna bæri til prófkjörs líkt og gert hefur verið mörg undanfarin ár. Yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna var þó fylgjandi því að stilla upp lista fyrir næstu kosningar. Margir vildu, að sögn Sigurðar, prófa nýjar leiðir, enda hafi prófkjör gefist misjafnlega, menn hafi ekki orðið á eitt sáttir eftir þau og á stundum hafi þau valdið deilum.