BYGGINGARNEFND um Hafnarhús og Safnahús við Tryggvagötu telur að lækkun byggingakostnaðar miðað við fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Hafnarhúsinu sé óraunhæf og skerði öryggi í rekstri safnsins og hússins í heild. Minnkun á húsnæðinu myndi leiða til endurskoðunar á forsenum og endurhönnun á húsnæði safnsins.
Álit byggingarnefndar Hafnarhússins

Lækkun byggingar-

kostnaðar óraunhæf

Sjálfstæðismenn

segja kostnað

of mikinn

BYGGINGARNEFND um Hafnarhús og Safnahús við Tryggvagötu telur að lækkun byggingakostnaðar miðað við fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Hafnarhúsinu sé óraunhæf og skerði öryggi í rekstri safnsins og hússins í heild. Minnkun á húsnæðinu myndi leiða til endurskoðunar á forsenum og endurhönnun á húsnæði safnsins.

Í minnisblaði borgarverkfræðings með erindi byggingarnefndarinnar til borgarráðs, kemur fram að samkvæmt kostnaðaráætlun frá því í september 1997 muni kostnaður vegna breytinga á Hafnarhúsinu vera 530 milljónir en eldri framreiknuð áætlun frá því apríl 1995 gerði ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 340 milljónir.

Borgarverkfræðingur bendir á að munurinn liggi í 200 fermetra nýbyggingu í porti hússins og yfirbyggðri bryggju á milli suður- og norðurálmu safnsins á tveimur hæðum. Ennfremur 155 fermetra stækkun á tækni- og lagnarými og 785 fermetra fullnaðarfrágangi á 1. hæð í suðurálmu, sem áður var gert ráð fyrir að yrði skilað tilbúnu undir tréverk. Miðað við fyrirliggjandi áætlun um byggingarkostnað borgarsjóðs, án kaupverðs og búnaðar, er kostnaðurinn 130 þús. á fm.

Stækkun án kostnaðaráætlunar

Í greinargerð borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks kemur meðal annars fram að ekkert tillit sé tekið til hugmynda starfshóps borgarráðs um nýtingu á 1. hæð hússins. Ljóst sé að málið hafi verið komið langt áleiðis án þess að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þá stækkun á aðstöðu undir listasafn sem núverandi tillögur gera ráð fyrir og án þess að fyrir lægi kostnaðaráætlun upp á tæpar 700 milljónir.

"Kostnaður þessa verkefnis er of mikill og samræmist ekki þeirri forgangsröðun sem sjálfstæðismenn telja að eigi að vera í nýtingu skatta borgarbúa," segir í greinargerðinni. "Ljóst er að uppbygging á innra starfi grunnskólanna og málefni aldraða munu kosta mikla fjármuni og forgangsröðun í listum á ekki að vera sú að byggja slíkt safn á kostnað hugmynda um tónlistarhús. Það mun óhjákvæmlega gerast þótt R-listinn muni eflaust gefa annað í skyn."