FULLTRÚAR tóbaksfyrirtækja í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu fallist á að leggja að mörkum 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar 21 milljarði ísl. kr., til að koma á fót sjóði er úr verði greiddar árlega 100 milljónir dala, um sjö milljarðar ísl. kr. Varð þetta niðurstaða dómsáttar.
Dómssátt vegna óbeinna reykinga

Miami. Reuters.

FULLTRÚAR tóbaksfyrirtækja í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu fallist á að leggja að mörkum 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar 21 milljarði ísl. kr., til að koma á fót sjóði er úr verði greiddar árlega 100 milljónir dala, um sjö milljarðar ísl. kr. Varð þetta niðurstaða dómsáttar.

Þetta er í fyrsta skipti sem skaðabótamál, sem höfðað er gegn tóbaksfyrirtækjum vegna óbeinna reykinga, fer fyrir dómstóla. Þúsundir flugfreyja og -þjóna í Bandaríkjunum höfðuðu málið á þeim forsendum að reykingar í flugvélum í innanlandsflugi yllu þeim heilsutjóni.