Sársaukafull
ákvörðun
MIKIL reiði ólgar meðal grunnskólakennara vegna stöðunnar í
kjaramálum þeirra og hefur fjöldi kennara víða um land sagt upp störfum, auk þess sem boðað hefur verið verkfall 27. október nk., hafi samningar ekki náðst.
Í samtölum við kennara sem sagt hafa upp kemur fram að þeir hafi haft mikla ánægju af kennarastarfinu en nú sé þolinmæði þeirra á þrotum, þeim sé misboðið og þeir geti ekki lengur unnið starf sem krefjist annarrar fyrirvinnu. Kennararnir fara þó ekki dult með að ákvörðunin um að segja upp hafi verið sársaukafull, ekki síst vegna nemendanna.
Síðasti fundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna var 25. september en enginn árangur varð af honum. Næsti fundur hefur verið boðaður 14. október nk.