Málþing
um stöðu og
stefnu MS
MÁLÞING um stöðu og stefnu Menntaskólans við Sund verður haldið íþróttasal Mennaskólans við Sund í Gnoðarvogi í dag kl. 1113.45.
Dagskrá málþingsins er svohljóðandi: Kl. 11 verður málþingið sett og flytja Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Eiríkur G. Guðmundsson, rektor ávörp. Kór MS syngur. Kl. 11.20 flytja Aðalsteinn Davíðsson, kennari við MS, Jón Torfi Jónasson, prófessor við HÍ, Fanney Rós Þorsteinsdóttir, nemandi í 4.-A, Eyrún María Rúnarsdóttir, ráðningarfulltrúi hjá Hagvangi, Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur, fyrrverandi nemandi í MS og Hjördís Þorgeirsdóttir, kennari við MS, framsöguerindi.
Fundarhlé verður tekið kl. 12.30 og að því loknu verða pallborðsumræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum. Umræður verða að því loknu. Samantekt verður kl. 13.30 og verður málþinginu slitið kl. 13.45.