VEGNA aðgerða til þess að auka afköst og öryggi í vinnslukerfi Reiknistofu bankanna verður lokað fyrir aðgang að tölvukerfum fyrirtækisins á sunnudagsmorgun. Áætlað er að ekki verði veittur aðgangur að tölvukerfum Reiknistofunnar frá klukkan 7.50­10.15 á sunnudagsmorgun en einnig er gert ráð fyrir að einhverjar truflanir gætu orðið næstu klukkustundir á eftir.

Kerfi Reiknistofu

lokað á sunnudag

VEGNA aðgerða til þess að auka afköst og öryggi í vinnslukerfi Reiknistofu bankanna verður lokað fyrir aðgang að tölvukerfum fyrirtækisins á sunnudagsmorgun.

Áætlað er að ekki verði veittur aðgangur að tölvukerfum Reiknistofunnar frá klukkan 7.50­10.15 á sunnudagsmorgun en einnig er gert ráð fyrir að einhverjar truflanir gætu orðið næstu klukkustundir á eftir.

"Við lokun af þessu tagi verður ekki hægt að nota hraðbanka, þjónustusíma, heimaþjónustu eða önnur sjálfsafgreiðslutæki. Debetkort eiga í flestum tilfellum að vera í lagi. Undantekning frá því eru svonefnd síhringikort, eins og t.d. unglingakort, sem ekki munu fá neina þjónustu," segir í tilkynningu frá Reiknistofunni. Þá verði ekki hægt að nota kreditkort í hraðbönkum, bensínsjálfsölum eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum hér á landi.

Tékkar haldi hins vegar fullu gildi og séu jafngildir kortunum ef ábyrgðarnúmer debetkorts er skráð á tékkann.