ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands, Gæðastjórnunarfélag Íslands, Iðntæknistofnun og Samtök iðnaðarins halda eftir hádegi miðvikudaginn 15. október nk. námstefnu um umhverfisstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum á Hótel Loftleiðum.
Námstefna
um umhverfisstjórnunENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands, Gæðastjórnunarfélag Íslands, Iðntæknistofnun og Samtök iðnaðarins halda eftir hádegi miðvikudaginn 15. október nk. námstefnu um umhverfisstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum á Hótel Loftleiðum.
Námstefnan er ætluð öllum er vilja kynna sér helstu umhverfisstjórnunaraðferðir og reynslu hérlendis og erlendis. Fyrirlesarar verða Halldóra Hreggviðsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og byggðatæknisviðs hjá VSÓ Ráðgjöf, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun og Haraldur Á. Hjaltason, rekstrarráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf. Einnig munu Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis, Ólafur Steingrímsson, Aðalsteinn Pálsson, sviðstjóri tæknisviðs Ríkisspítala og Sigurður Geirsson, framkvæmdastjóri Friggjar skýra frá reynslu fyrirtækjanna af umhverfisstjórnun og umhverfisstjórnunarkerfum, bæði ávinningi og tilkostnaði. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, mun setja námstefnuna og segja frá aðgerðum stjórnvalda að þessu leyti. Námstefnustjóri verður Höskuldur Frímannsson.
"Á námstefnunni verður leitast við að svara eftirfarandi: Hver hefur þróun síðustu ára í umhverfismálum fyrirtækja og stofnana verið? Á hvaða sviðum skipta þau mestu máli? Hvernig eiga minni fyrirtæki og stofnanir að byrja ef þau ætla að taka á umhverfismálum sínum og hvernig tengist sú vinna stjórnun t.d. á gæðamálum fyrirtækjanna?" segir í fréttatilkynningu frá Endurmenntunarstofnun HÍ.