Fjórir fylgjast með 163 húsum
FJÓRIR eftirlitsmenn vínveitingahúsa eiga að fylgjast með 163 vínveitingahúsum í Reykjavík. Árið 1979 voru eftirlitsmennirnir líka fjórir, en þá voru aðeins 14 veitingastaðir í Reykjavík með vínveitingaleyfi. Hlutverk eftirlitsmannanna er m.a. að fylgjast með að veitingamenn fylgi ákvæðum um aldur gesta og fjölda þeirra.
Borgarráð hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum muni það ekki mæla með nýjum vínveitingaleyfum í borginni. Á tíu ára tímabili ríflega þrefaldaðist fjöldi vínveitingahúsa í Reykjavík. Árið 1987 voru þau 52, en eru nú 163.
Samið um öryggismynda vélakerfi
Samningur Reykjavíkurborgar, Pósts og síma hf., dómsmálaráðuneytis og lögreglunnar í Reykjavík um uppsetningu og rekstur öryggismyndavélakerfis í miðbænum er nú í burðarliðnum. Fyrir tveimur árum lagði framkvæmdanefnd um miðborgarmál til að komið yrði upp myndavélum á Dómhúsinu við Lækjartorg, á Hótel Borg og á Aðalstræti 6. Með þeim yrði lögreglu gert kleift að fylgjast með svæðinu frá Bankastræti að Aðalstræti. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður að þessari tillögu, hve margar vélarnar verða eða hvenær þær verða teknar í notkun, en stefnt að því að það verði fljótlega.
Miðbærinn/28-29