HVERS vegna ætti guð almáttugur, skapari himins og jarðar NB að bíða þess í ofvæni, að vísindamenn spásseri bakdyramegin inn á teppið hjá honum? Af því að anddyrið er fullt! Þú, lesandi minn góður, sem ert þó í hvorugum hópnum, og er ekki við vísindin að sakast.
Málkennd og fleira góss

neysluþega í lýðræðisþjóðfélagi

Styrk málvitund er undirstaða mennsku og menningar, segir Jón Bergsteinsson , og listræn tjáning og handmennt eykur í en leysir aldrei af hólmi.

HVERS vegna ætti guð almáttugur, skapari himins og jarðar NB að bíða þess í ofvæni, að vísindamenn spásseri bakdyramegin inn á teppið hjá honum? Af því að anddyrið er fullt! Þú, lesandi minn góður, sem ert þó í hvorugum hópnum, og er ekki við vísindin að sakast. Formæður vorar og áar hefðu haft af því ærnar áhyggjur, að þeim slepptum, sem höfðu Voltaire fyrir páfa og vissulega var maður fyrir sinn hatt. En fyrr má nú rota en dauðrota. Maðurinn er háskadýr líkt og dæmin sanna og fátt kemur honum til bjargar. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg. Hvers vegna, mér er spurn, að efna í og upphefja í sífellu hégómlegar furður og máttarverk skynseminnar, bjarsýnisgopar og sjálfræðisbestíur, líkt og hún geti leyst allar gátur, séð við óvæntum undrunarefnum, stýrt málum, ríkt og drottnað og auki jafnt og þétt í réttu hlutfalli unað og hróður sem flestra, sem víðast, sem oftast og mest? Hver er hún þessi undraskepna, upplýsingin, sem gerir þá kröfu e.t.v. áður en langt um líður, að allar mæður sæki námskeið áður en þær ala sinn frumburð, ella verði fóstrinu eytt? Allir með viti verða löngu hættir að glugga í guðsorðaþulur og þess háttar, upplýstir menn og frjálsir af sér, fínt til hafðir og sjálfs sín ráðandi. Hver er hún þessi alltumlykjandi upplýsing, sjálfsupphafin og guðlaus? Gestur spaki Oddleifsson og Njáll voru kallaðir menn forvitri. Ætla þeir sér þá dul, sem kalla sig vísindamenn og fundu m.a. upp sumarauka, að standa þessum páfum á sporði ef ekki feti framar? Ég bið og vona, að þeir fái engu ráðið, sem máli skiptir, og er það þeim sjálfum líka fyrir bestu. Gilda líkar sannanir um óorðna tíð og liðna? Ef við eigum enga fortíð, sem mark er á takandi, á hverju byggjum við þá vitneskju um framtíðina? Hvað fáum við vitað um morgundaginn því margt getur óvænt borið við, um dauðastundina, upprisu Jesús Krists eða líf eftir dauðann? Sumt er mönnum hulið og á að vera það. Annað væri fullkomin ofraun venjulegu fólki. Þeir, sem guma hvað mest af góðum vilja, hungrar og þyrstir vitaskuld líka í réttlætið, en reynast, eins og alkunna er, beggja handa járn, þegar á hólminn er komið ­ per ardua ad astra. Þessir þekkjast á því að hrósa sér öðrum fremur af að bera hag lítilmagna fyrir brjósti, jafnt af náttúrulegum hvötum, sem af pólitískum ástæðum. Eru að eigin sögn, og skortir hvorki drýldnina fremur en sexapílinn, á góðri leið með að leysa hvers manns vanda, kunna allt, geta allt, skilja allt og vita jafnan af ótvíræðri sönnun á næsta leiti. Fyrir alla muni nemið og njótið, því hvað var ykkur lagt upp í hendur? Þið reynið að samsama ykkur hinum stærstu gæðum, ekki útþynningu eða markleysu. Dýpsta hvöt mannsins, trúarþörfin, er á okkar tímum föst á klafa skynsemisdóma, misgáfulegra, gerðar, sem lýsir sér oft á mjög spaugilegan hátt og drýldinn í dýrkun manna á sjálfum sér, og dásemdum á eigin getu. En sumu fá menn ekki hnikað sama hvað þeir leggja undir. Hverjir eru þeir, sem binda trúss sitt fastast við trúða og hundingja, sem upphefja sitt auma vit á dýru spaugi, þegar fíngerðustu kenndir eiga í hlut. Betur væri að menn hættu þessu flaðri utan í tóma afglapa, málsóða og leiðindaskjóður, sem vaða uppi og gefast varla upp fyrr en þeir hafa gert sín stykki á borðröndina hjá þér, lesandi minn, góður í nafni algers hömluleysis eða persónufrelsis og framfara á því sviði. Mun þér duga umburðarlyndi skeytingarleysisins? Hver er smæð þín, maður, eilífðin, kærleikurinn og guð. Tilgangur afglapanna er að tjá sig, stytta öðrum stundir, gera sig gildandi, láta á sér bera, vera frumlegir, vekja viðbrögð, storkandi, óhefðbundnir og komast upp með það. Nóg er víst hvatt til hömluleysis og ýtt undir afbrigðilegar hvatir allra meinasauða heimsins í sjálfbirginslegu trausti þess, að föl skíma rómantískrar ástar fái liðið áfram, í skyni eigin ljóma, yfir sora og fýsnum hins óbrotgjarna manns. Og samtímis er fjasað um afvötnun og forvarnir. Hvers vegna að taka stöðugt niður fyrir sig í krafti jafnaðar eða þeirra ráða annarra, sem í hag koma, til að brjóta niður, svo byggja megi frá grunni sællífisheim skynsemisdýrkenda, opinskáan og blíðmálgan, þar sem allir fá notið fílfsku sinnar til fulls með aðstoð líftækninnar gerist þess þörf? Hver eru tengsl vitundar og tungumáls, mótar tungumál vitundina fremur en vitundin tungumálið. Eru menn nógu meðvitaðir um mannauð og íslenskt hugvit? Ekki spurning, meiriháttar framtíðarsýn á faglegum grunni með áherslu einmitt á fresli undan níðþungu oki skynseminnar. Hvað ætli styrkji ungviðið betur á síðustu og verstu tímum í fremur glaðhlakkalegum en hrottafengnum heimi en rík málkennd? Það er mikill ábyrgðarhlutur að ræna saklaust fólk tungumáli og málkennd með ginnandi afslætti og undirróðri í nafni loginnar mannúðar. Til þess að læra erlend tungumál vel er nauðsynlegt að kunna sitt eigið mál vel. Að vakandi málvitund storki jafnræði þegnanna og lýðræðinu, veiti lífsfyllingu, sem mismuni fólki, ali á hleypidómum og hatri nær auðvitað engri átt. Þessi háski heitir nú um stundir pólitísk rétthugsun og grasserar í vísindum á borð við félags- og uppeldisfræði. Er látið óátalið, eða fer dult m.a. fyrir þá sök, að með því að framleiða hálfmállaust fólk og sljótt í skólum, fjölgar leiðitömum kjósendum, ærðum af fýsn, handa pólitíkusum að gera út á, og í sama mæli kaupendum að alls konar stundarfári. Þar á ofan þurfa skólarnir að stífmennta ötular kaupkröfustéttir til þess að veita þessu hálftryllta liði aðhlynningu og leiðsögn um spilavítissali inn á víðáttur framtíðar, fegurðar og hljóma. Styrk málvitund er undirstaða mennsku og menningar og listræn tjáning og handmennt eykur í en leysir aldrei af hólmi, hvað sem blautlegu óþoli eða flasgjörnum yfirlýsingum menningarvita líður. Eins og Zósíma Dostojveskis bendir svo eftirminnilega á er mönnum jafnt og málleysingjum gefinn vísir að skynsemi og kyrrlát gleði. Fyrir alla muni truflið ekki kyrrláta gleði blessaðra málleysingjanna þó liggi falt. Hún á rætur í öðrum heimi. Maðurinn er mælikvarði allra hluta, er haft eftir Prótógórasi, og höfundur sannleikans, sé seilst um lengra til lokunnar. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Það er fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina dreymir um, og ekki allt skynsamlegt. Höfundur er verkamaður.

Jón Bergsteinsson