Ísland og Liechtenstein ljúka þátttöku að þessu sinni í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í dag og hefst viðureignin klukkan 14. Fyrri leik liðanna lauk með 4:0 sigri Íslands og sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gærkvöldi að ljóst væri að stefnan væri að gera betur á heimavelli en útivelli.
KNATTSPYRNA Tímabilinu lýkur með landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli

Skemmtum

okkur og

áhorfendum

Ísland og Liechtenstein ljúka þátt töku að þessu sinni í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í dag og hefst viðureignin klukkan 14. Fyrri leik liðanna lauk með 4:0 sigri Íslands og sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gærkvöldi að ljóst væri að stefnan væri að gera betur á heimavelli en útivelli.

"Við ætlum að reyna að spila djarfan og ákveðinn sóknarleik," sagði Guðjón. "Þetta er lokapunkturinn á tímabilinu og knattspyrnudeginum lýkur með lokahófi knattspyrnufólks. Við viljum enda vel og ætlum að skemmta sjálfum okkur og áhorfendum á Laugardalsvelli. Fólk vill sjá mörk og við stefnum að ánægjulegum degi."

Guðjón sagði að íslenska liðið væri talið sterkara og það yrði að stjórna leiknum. "Liechtenstein er talið lakara en Ísland en engu að síður má ekki vanmeta mótherjana, sem töpuðu til dæmis aðeins 2:1 fyrir Litháen. Aðalatriðið hjá okkur er að láta leikmenn Liechtenstein finna mjög ákveðið fyrir okkur frá fyrstu mínútu. Gera má ráð fyrir að þeir haldi sig aftarlega og treysti á gagnsóknir og því er mikilvægt að leggja hratt til atlögu, þegar við vinnum boltann. Að öðrum kosti verðum við að halda boltanum og spila með markvissum færslum."

Kveðjuleikur Arnórs

Fyrir kvöldæfinguna í gær var óvíst hvort Rúnar Kristinsson gæti leikið en hann stóðst prófið, að sögn Guðjóns. "Allir eru tilbúnir og vita hvað þeir eiga að gera. Þó að erfitt sé að segja fyrirfram um breytingar er líklegt að ég skipti mönnum inn á til að sjá það sem ég vil sjá í fari þeirra."

Eins og fram hefur komið er þetta opinber kveðjuleikur Arnórs Guðjohnsens, en hann var fyrst valinn í landsliðshópinn 1978 og lék fyrsta landsleik sinn ári síðar.

Morgunblaðið/Kristinn

Morgunblaðið/Kristinn