HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 28 ára Bandaríkjamann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Amsterdam föstudaginn 26. september sl. og leið því aðeins hálfur mánuður frá handtöku hans þar til dómur féll.
20 mánaða
fangelsi fyrir fíkniefnasmyglHÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 28 ára Bandaríkjamann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Amsterdam föstudaginn 26. september sl. og leið því aðeins hálfur mánuður frá handtöku hans þar til dómur féll.
Bandaríkjamaðurinn, sem fyrstu fréttir hermdu að væri Breti, var með fíkniefnin innvortis, í smokkum sem hann gleypti. Alls voru það tæp 90 grömm af kókaíni, 6 e-pillur, 4,2 grömm af hassi og 10,6 grömm af marijúana.
Upp komst um smyglið þegar tollverðir fundu 0,5 grömm af kókaíni í veski sem maðurinn bar innan klæða.
Maðurinn lýsti því yfir í gær að hann myndi una dóminum.