TÓMAS Tómasson veitingamaður er hættur við að setja upp veitingastað í Austurstræti 9 þar sem verslun Egils Jacobsen var til húsa. Björgvin Ólafsson, einn eigenda hússins, segir að þegar beiðni um vínveitingaleyfi fyrir staðinn var synjað hafi Tómas dregið sig í hlé. Björgvin segir að enginn leigusamningur hafi verið gerður og til standi að leigja húsið út.
Austurstræti 9 er til leigu

TÓMAS Tómasson veitingamaður er hættur við að setja upp veitingastað í Austurstræti 9 þar sem verslun Egils Jacobsen var til húsa.

Björgvin Ólafsson, einn eigenda hússins, segir að þegar beiðni um vínveitingaleyfi fyrir staðinn var synjað hafi Tómas dregið sig í hlé. Björgvin segir að enginn leigusamningur hafi verið gerður og til standi að leigja húsið út. Borgaryfirvöld setja sig ekki upp á móti því nú að staðurinn fái vínveitingaleyfi.

"Við viljum helst að þarna verði rekin verslun en það virðist lítill áhugi vera fyrir því. Þess vegna er líklegra að þarna verði veitingarekstur," sagði Björgvin.