SEX leikjum í Meistaradeild Evrópu, sem fara áttu fram miðvikudaginn 26. nóvember, hefur verið frestað þar til daginn eftir. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tók þessa ákvörðun í gær vegna þess að engir leikir verða í Evrópukeppni bikarhafa fimmtudaginn 27. nóvember og því geti sjónvarpsstöðvar sýnt beint frá a.m.k. einum leik til viðbótar úr Meistaradeildinni. Leikirnir sem verða 27.
Sex leikjum
frestað
SEX leikjum í Meistaradeild Evrópu, sem fara áttu fram miðvikudaginn 26. nóvember, hefur verið frestað þar til daginn eftir. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tók þessa ákvörðun í gær vegna þess að engir leikir verða í Evrópukeppni bikarhafa fimmtudaginn 27. nóvember og því geti sjónvarpsstöðvar sýnt beint frá a.m.k. einum leik til viðbótar úr Meistaradeildinni.Leikirnir sem verða 27. nóvember eru Borussia Dortmund Galatasaray, Parma Sparta Prag, Manchester United FC Kosice, Dynamo Kiev PSV Eindhoven, Porto Olympiakos, og Rosenborg Real Madrid.
Wembley lokað í 3 ár
ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka Wembleyleikvanginum í Lundúnum eftir úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni vorið 1999 vegna endurbóta og gert er ráð fyrir að leikvangurinn verði opnaður á ný þremur árum síðar.
Fyrir tæplega ári var samþykkt að Wembley yrði þjóðarleikvangur Englands og hefur íþróttanefnd ríkisins heitið 120 milljónum punda vegna fyrirhugaðra breytinga. Englendingar leggja mikið upp úr að fá að halda heimsviðburði á Wembley og sækja m.a. um Heimsmeistarakeppnina í frjálsíþróttum 2003 og Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2006.