FRÁ ÞVÍ AÐ Dagsljós byrjaði í Ríkissjónvarpinu hafa áhorfendur beðið með eftirvæntingu eftir fleiri vetrarflippum. Það hefur út af fyrir sig ekki staðið á þeim enda fjölmargir sem gera út á flipp í sjónvarpi.
Fínt innan
Hringbrautar SJÓNVARP Á
LAUGARDEGI
FRÁ ÞVÍ AÐ Dagsljós byrjaði í Ríkissjónvarpinu hafa áhorfendur beðið með eftirvæntingu eftir fleiri vetrarflippum. Það hefur út af fyrir sig ekki staðið á þeim enda fjölmargir sem gera út á flipp í sjónvarpi. Ætti í rauninni að efna til samkeppni um það hver er mesti flipparinn í vetrardagskránni og veita honum bíl í verðlaun að vori, eins og nú er orðið alsiða, eins og Reykjavík eigi ekki við nóga umferðateppu að slást. Nokkrir keppendur hafa þegar gefið sig fram, jafnvel þótt alvöruvetur sé hvergi nærri, á báðum sjónvarpsstöðvunum, en svo koma aðrir sem virka vel eins og gengur og verður þeirra getið jafnóðum.
Stöð 2 hefur að þessu sinni riðið á vaðið með innlendan skemmtiþátt. Á laugardagskvöldið síðasta rembdist fólk við af öllum mætti að hlæja en lítið gekk. Þeir sem ætla að vera fyndnir þurfa helst að vera það af guðs náð. Kannski er þetta heimtufrekja en hálfgerðir Hafnarfjarðarbrandarar eru sjaldnast hlægilegir. Aftur á móti hefur Laddi komið fram í "Íslandi í dag" og leikið þar einhvern fráttaþurs. Hann fer vel með það sem hann á að gera og tekst að vera mestmegnis hlægilegur með skallann og hárlokkinn og allt það. Síðan hefur Stöð 2 Seinfel-þáttinn, sem er svona hugguleg vitleysa. Þannig að Stöðin hefur efni á því að láta sér mistakast einn og og einn gamanþátt.
Ríkissjónvarpið hefur lent í hálfgerðum ógöngum hvað dagskrána almennt snertir. Kemur í hugann hvort það geti verið, að dagskrármenn séu um annað að hugsa en útsendingu gæðaefnis, eða eru þeir handlama á borð við leikhúsin í Reykjavík, sem virðast þrúguð af aðburði skringilegheita, jafnvel í kynlífi, eða skrifum höfunda alveg handan raunsæis, þótt þeir líkist á engan hátt helsta kynvillingi allra tíma í höll Thalíu, sjálfum Óskari Wilde. Auðvitað þarf leikhúsfólk að vera meðvitað um allar mannlega eigindir án þess að gera einhverja þeirra að tískufyrirbæri. Leikrit eru nógu vandasöm fyrir þótt ekki séu krumfengnir þættir í manneðlinu látnir ráða. Poppkynslóðirnar eru frægar fyrir lítinn hugarfarslegan aga, og þeim finnst við hæfi að leika gamalt fólk í gervi sóða. Æðsta markmiðið er að hafa það hálfruglað með "bekken" í hendi, eins og í sunnudagsleikritinu.
Hallgrímur Helgason var listamaðurinn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Hallgrímur leggur fyrir sig að vera fyndinn og er það stundum en meira verður þó sagt um gráu sellurnar. Hann hefur skrifað nokkur ljóð og bækur, m.a. 101 Reykjavík. Hann hefur dvalið töluvert erlendis og lært upp á alls konar menningarkúnstir sem þykja sjálfsagðar og fínar inna Hringbrautar. Það sem kynni að trufla allt bókmenntalegt tilberasnakk í fari Hallgríms og annara gáfaðra, ungra vinstri manna, sem hafa þefað af hlandsteininum á Signubökkum, er hið ókúgaða sálareðli hans. Því þótt það sé lamið með lurki kreddufestunnar leitar það út um síðir. Það er nefnilega von í Hallgrími góð von.
Og svo enn sé vitnað í Stöð 2 er sýnd þar um þessar mundir þáttaröð frá þjóðlífi í Rússlandi. Hörmulegt er að sjá þá örreytis fátækt sem blasir við sjónum í þessu þáttum. Þeir stjórnarhættir sem fóru svona með þessa þjóð hefltina úr tuttugustu öldinni og þau stríð sem hún hefur háð, bæði inn á við og út á við, hafa sett slíkt mark á hana, að engu er líkara en hún sé að deyja. Slagorðið ætlað handa Vesturlöndum var: Betri rauður en dauður. Nú er eins og rússneska þjóðin hafi sjálf tekið upp kjörorið: Bestur er drukkinn eða dauður. Hingað til vesturs halda svo ríkir Rússar í skemmtiferðir og kaupa allt sem hönd á festir fyrir dollara. Þetta eru að líkindum bisnessmenn og mafían að skemmta sér. Jafnvel uppstoppaðir selir, lundar og lágfótur eru rifnar úr sýnikössum verslana og spurt hvað þær kosti. Allt er keypt af fólki sem á ekki nóg af neinu nema dollurum, kartöflum og vodka.
Indriði G. Þorsteinsson.