BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær vera hlynntur alþjóðlegu banni við jarðsprengjum og hvatti Bandaríkjamenn til að taka sömu afstöðu. Jeltsín lýsti þessu yfir nokkrum klukkustundum eftir að skýrt var frá því að samtökin Alþjóðleg herferð fyrir jarðsprengjubanni, ICBL, og leiðtogi þeirra, Jody Williams, fengju friðarverðlaun Nóbels í ár.

Jeltsín mælir með

jarðsprengjubanni

Strassborg, Washington. Reuters.

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær vera hlynntur alþjóðlegu banni við jarðsprengjum og hvatti Bandaríkjamenn til að taka sömu afstöðu.

Jeltsín lýsti þessu yfir nokkrum klukkustundum eftir að skýrt var frá því að samtökin Alþjóðleg herferð fyrir jarðsprengjubanni, ICBL, og leiðtogi þeirra, Jody Williams, fengju friðarverðlaun Nóbels í ár.

"Jafnvel þótt mikil herveldi á Vesturlöndum segi nei styð ég bannið og við ætlum að beita okkur fyrir því markmiði þar til það næst og sáttmáli verður undirritaður," sagði Jeltsín á blaðamannafundi í Strassborg þar sem hann sat fund Evrópuráðsins.

Óljóst var þó hvort Rússar myndu samþykkja sáttmálann um bann við jarðsprengjum, sem ráðgert er að undirrita í Ottawa í desember, eða hvort þeir vilja frekari viðræður um málið. Rússneska stjórnin gagnrýndi sáttmálann þegar um hundrað ríki samþykktu hann á ráðstefnu í Ósló í liðnum mánuði.

Clinton gagnrýndur

Bandaríkjamenn höfnuðu einnig sáttmálanum og Jody Williams gagnrýndi Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og kvaðst ætla að hringja í hann til að skora á hann að samþykkja sáttmálann. "Clinton forseti er helsta hindrunin," sagði hún.

Forystumenn ICBL kváðust telja að markmið verðlaunanefndarinnar í Ósló hefði verið að hafa áhrif á almenningsálitið í Bandaríkjunum og knýja Bandaríkjastjórn til að fallast á sáttmálann um jarðsprengjubannið. Talsmaður Clintons sagði þó að forsetinn teldi sig ekki undir miklum þrýstingi vegna ákvörðunar nefndarinnar og myndi ekki breyta afstöðu sinni.



Eykur líkur á/??