JAFNVÆGI jókst í evrópskum kauphöllum í gær eftir vaxtahækkanirnar á fimmtudag, þrátt fyrir nýjar bendingar um verðbólguþrýsting í Bandaríkjunum. Á gjaldeyrismörkuðum styrktist dollar gegn marki síðdegis og hækkaði um hálfan pfenning vegna hagtalna, sem kunna að leiða til hækkunar á bandarískum seðlabankavöxtum. Ástandið á evrópskum mörkuðum var breytilegt.


Jafnvægi eykst eftir áföll á mörkuðum



JAFNVÆGI jókst í evrópskum kauphöllum í gær eftir vaxtahækkanirnar á fimmtudag, þrátt fyrir nýjar bendingar um verðbólguþrýsting í Bandaríkjunum. Á gjaldeyrismörkuðum styrktist dollar gegn marki síðdegis og hækkaði um hálfan pfenning vegna hagtalna, sem kunna að leiða til hækkunar á bandarískum seðlabankavöxtum. Ástandið á evrópskum mörkuðum var breytilegt. Dagurinn byrjaði illa vegna vaxtahækkana í Þýzkalandi og varnaðarorða Greenspans seðlabankastjóra á miðvikudag. Í London varð smávegis hækkun á lokaverði eftir sveiflur. FTSE vísitalan lækkaði eftir niðursveiflu í Wall Street við opnun vegna 0,5% hækkunar á heildsöluverði í Bandaríkjunum í september. Dow vísitalan lækkaði um 50,34 punkta í 8011,08, en náði sér og jók það bjartsýni í London þar sem FTSE 100 vísitalan hækkaði að lokum um 9,5 punkta í 5227. Í vikunni í heild hefur FTSE lækkað um 2%. Vaxtahækkanirnar og viðvaranirnar frá Bandaríkjunum sýna að aukinn hagnaður hvílir á veikum grunni," sagði brezkur sérfræðingur. Í París varð 1% lækkun vegna bandarísku hagtalnanna, en við lokun var nánast óbreytt staða frá því á miðvikudag. Ástandið var verst í Frankfurt, þar sem DAX lækkaði um 1,25% og 0,4% lækkun varð á IBIS vísitölunni. Sérfræðingur í London sagði að síðustu hagtölur vestanhafs kynnu að flýta fyrir vaxtahækkun og styrktu dollar gegn marki."