MEINLEG villa slæddist inn í frásögn Morgunblaðsins í gær af umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu þingflokks jafnaðarmanna um veiðileyfagjald. Þar sem vitnað var í orð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar um einokunargróða í sjávarútvegi, urðu þau mistök, að gróðinn var sagður vera "einangrunargróði".
LEIÐRÉTT Einokunargróði
MEINLEG villa slæddist inn í frásögn Morgunblaðsins í gær af umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu þingflokks jafnaðarmanna um veiðileyfagjald. Þar sem vitnað var í orð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar um einokunargróða í sjávarútvegi, urðu þau mistök, að gróðinn var sagður vera "einangrunargróði". Þarna átti að sjálfsögðu að standa einokunargróði og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum.
Sólrún er Kristinsdóttir
SÓLRÚN Kristinsdóttir var rangfeðruð í viðtali í Daglegu lífi í gær, föstudag. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Höfundur tónlistar
Í DÓMI Önnu Sveinbjarnardóttur um kvikmyndina Perlur og svín í blaðinu í gær, láðist að geta í inngangi um höfund tónlistarinnar, sem er Ólafur Gaukur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Rangur tími
Í DÓMI um myndlistarsýningu Gunnars Kristinssonar í Hafnarborg í blaðinu sl. fimmtudag misritaðist hvenær menningarmiðstöðin er opin. Hið rétta er að hún er opin frá 1218 alla daga nema þriðjudaga en þá er lokað. Beðist er velvirðingar á mistökunum.