HORFUR eru á að útflutningur á Hekluvikri verði meiri á þessu ári en á því síðasta þegar verulegur samdráttur varð. Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM-Vallár, eiganda Vikurvara, sem flytur út vikur, sagði að meginástæðan fyrir þessu væri að Þýskalandsmarkaður væri að lifna við eftir talsverða lægð.

Vikurflutningar aukast á ný

HORFUR eru á að útflutningur á Hekluvikri verði meiri á þessu ári en á því síðasta þegar verulegur samdráttur varð. Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM-Vallár, eiganda Vikurvara, sem flytur út vikur, sagði að meginástæðan fyrir þessu væri að Þýskalandsmarkaður væri að lifna við eftir talsverða lægð.

Gífurleg aukning varð á útflutningi á vikri á árunum 1994 og 1995, en vegna efnahagslægðar í Þýskalandi dróst útflutningurinn mikið saman á síðasta ári. Þýskaland er stærsti markaður fyrir vikur frá Íslandi. Víglundur sagði að veikari staða þýska marksins á þessu ári en í fyrra hefði áhrif á þennan útflutning, en engu að síður væru horfur á að útflutningur ykist.

Tvö fyrirtæki, Vikurvörur og Jarðefnaiðnaður, eru stærstu útflytjendur á vikri frá Íslandi.

Morgunblaðið/RAX