FJÖLSKYLDULÍNA Geðhjálpar og Rauða kross Íslands, Klúbburinn Geysir og heimasíða Geðhjálpar voru meðal þeirra nýjunga sem kynntar voru á hátíðardagskrá í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins í Háskólabíói í gær.
Geðheilbrigðisdagurinn helgaður börnum og unglingum
Baráttan
byrjar innan fráFJÖLSKYLDULÍNA Geðhjálpar og Rauða kross Íslands, Klúbburinn Geysir og heimasíða Geðhjálpar voru meðal þeirra nýjunga sem kynntar voru á hátíðardagskrá í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins í Háskólabíói í gær.
Í máli Eydísar Sveinbjarnardóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL), kom fram að talið er að 1020% barna þurfi á einhvers konar hjálp að halda vegna geðheilbrigðisvandamála á barnsaldri. Hér á landi er því um að ræða 714 þúsund börn.
Heimasíða og símaþjónusta fyrir aðstandendur
Fjölskyldulína Geðhjálpar og Rauða kross Íslands er ný símaþjónusta fyrir aðstandendur fólks með geðsjúkdóma, sem Ásdís Ingólfsdóttir, starfsmaður RKÍ, kynnti. Sjálfboðaliðar, sem sjálfir eru aðstandendur geðsjúkra, munu svara í síma á hverju miðvikudagskvöldi, hlusta og veita upplýsingar.
Ný heimasíða Geðhjálpar er væntanleg á Netinu á allra næstu dögum. Slóð hennar er vortex.is/gedhjalp . Þá er kominn út geisladiskurinn "Who is stealing my mind?" sem ónefndur velunnari Geðhjálpar gefur út og syngur inn á ásamt mörgum landsþekktum tónlistarmönnum. Allur ágóði af sölu disksins rennur til Geðhjálpar. Gestir fengu að hlýða á sýnishorn af tónlistinni á diskinum, auk þess sem hljómsveitirnar Krumpreður, sem skipuð er þremur piltum frá BUGL, og Súrefni skemmtu við góðar undirtektir áheyrenda.
Anna Valdimarsdóttir, María Ingólfsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir og Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir kynntu klúbbinn Geysi, sem stofnaður verður á næstunni. Tilgangur hans er að auka tengsl félaganna við samfélagið og mun hann m.a. starfrækja vinnumiðlun í því skyni. Anna minntist á þá togstreitu sem margir lenda í þegar þeir fara út á vinnumarkaðinn á ný eftir langa fjarveru vegna geðrænna vandamála. "Fólk stendur frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort það eigi að segja sannleikann eða halda því leyndu að það hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þessu fylgir auðvitað álag fyrir þann sem er að fóta sig á nýjan leik. Því miður er fólk oft á tíðum tilneytt að taka seinni kostinn og getur hann ekki talist góður."
Allt með forskeytinu geð- neikvætt
Héðinn Unnsteinsson, sem var kynnir á hátíðinni, ásamt Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og ungum syni hennar, Róbert Óliver, lauk samkomunni á því að segja undan og ofan af eigin sjúkrasögu, en hann hefur átt við geðhvörf að stríða nokkur undanfarin ár. Hann talaði um hvernig fólk væri stimplað og hvernig allt með forskeytinu geð- væri neikvætt í huga flestra. Hann sagði mikilvægt að sjúklingar og aðstandendur þeirra tileinkuðu sér jákvætt viðhorf til sjúkdómsins og kvaðst viss um að með góðri kynningu og baráttu sem hlyti að byrja innan frá, myndi skapast aukinn skilningur á málum geðsjúkra á nýrri öld.
Morgunblaðið/Golli DAGSKRÁIN hófst með göngu frá Hafnarbúðum að Háskólabíói.