ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. á Akureyri, var kosinn formaður Útvegsmannafélags Norðurlands á aðalfundi félagsins í gær. Þorsteinn Már tekur við stöðunni af Magnúsi Magnússyni sem verið hefur formaður sl. tvö ár en hefur látið af starfi sínu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
Aðalfundur

Útvegsmannafélags

Norðurlands Þorsteinn Már formaður

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. á Akureyri, var kosinn formaður Útvegsmannafélags Norðurlands á aðalfundi félagsins í gær.

Þorsteinn Már tekur við stöðunni af Magnúsi Magnússyni sem verið hefur formaður sl. tvö ár en hefur látið af starfi sínu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf.

Með Þorsteini í stjórn eru; Gísli Svan Einarsson, Sauðárkróki, Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík, Svavar B. Magnússon, Ólafsfirði, og Oddgeir Ísaksson, Grenivík. Varamenn eru Valdimar Bragason, Dalvík, Jónas Jóhannnson, Þórshöfn, og Sæmundur Friðriksson, Akureyri.

Útvegsmannafélag Norðurlands er stærsta aðildarfélag Landssambands íslenskra útvegsmanna og hefur þar ríflega fjórðungsvægi.