STJÓRNVÖLD í Ísrael gripu til ýtrustu öryggisráðstafana í gær, þegar gyðingar bjuggu sig undir að halda Yom Kippur-daginn heilagan, en það er mesti hátíðardagur dagatals gyðinga. Óttuðust öryggissveitir Ísraela að palestínskir öfgamenn myndu nota daginn til að efna til hefndarárása vegna tilraunar ísraelskra leyniþjónustumanna til að ráða einn af leiðtogum Hamas-samtaka herskárra
Reuters Viðbúnaður á Yom
KippurSTJÓRNVÖLD í Ísrael gripu til ýtrustu öryggisráðstafana í gær, þegar gyðingar bjuggu sig undir að halda Yom Kippur-daginn heilagan, en það er mesti hátíðardagur dagatals gyðinga. Óttuðust öryggissveitir Ísraela að palestínskir öfgamenn myndu nota daginn til að efna til hefndarárása vegna tilraunar ísraelskra leyniþjónustumanna til að ráða einn af leiðtogum Hamas-samtaka herskárra Palestínumanna af dögum í Jórdaníu. Hér ganga hermenn framhjá öldruðum Palestínumanni í einu öngstræta gömlu miðborgar Jerúsalem.