Samráðs-
fundir með
Rússum
Strassborg. Reuters.
RÚSSAR, Þjóðverjar og Frakkar
hyggjast eiga árlega samráðsfundi til að samræma stefnuna í ýmsum vandamálum sem að steðja. Þetta kom fram á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem hófst í Strassborg í Frakklandi í gær. Á meðal þeirra sem stigu í ræðustól var Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem notaði tækifærið til að beina spjótum sínum að Bandaríkjamönnum. Vandamálin heima fyrir skyggðu á þátttöku nokkurra þjóðarleiðtoga, en margir þeirra stöldruðu stutt við á fundinum sem lýkur í dag.
Aðeins einu sinni áður hefur verið efnt til leiðtogafundar Evrópuráðsins enda er um fjölmenna samkomu að ræða því aðildarríki ráðsins eru nú fjörutíu talsins. Rússar eru eitt nýjasta ríkið í ráðinu og í ræðu sinni í gær hvatti Jeltsín til þess að áhersla yrði lögð á "óskipta Evrópu".
Réðist hann á Bandaríkjamenn fyrir að reyna að einangra Moskvu með því því að stækka Atlantshafsbandalagið, NATO, í austur. Hvatti Jeltsín til þess að staða ráðsins yrði styrkt en Rússar líta á það sem nauðsynlegt mótvægi við NATO og Evrópusambandið.
Svipuð vandamál
Jeltsín tilkynnti ennfremur um fyrirhugaða samráðsfundi Rússa, Frakka og Þjóðverja en hann sagði þjóðirnar eiga við svipuð vandamál að stríða og að þær ættu að vinna sameiginlega að lausn þeirra. Verður fyrsti fundur ríkjanna þriggja í Sverdlovsk í Rússlandi.
Kohl boðar/18 Reuters ÞAÐ VAR handagangur í öskjunni er leiðtogar fjörutíu aðildarríkja Evrópuráðsins stilltu sér upp til myndatöku í gær. Stressaðir aðstoðarmenn þeirra reyndu að greiða úr flækjunni en leiðtogarnir voru hins vegar sallarólegir.