NÝJASTA kvikmynd Óskars Jónassonar "Perlur og svín" var frumsýnd á fimmtudaginn, fyrst kl. 18 og síðan kl. 20. Leikstjórinn sem landsþekktur er fyrir skemmtilegheit brást ekki áhorfendum sínum, og brá á leik þegar hann mætti til svæðis með kvikmyndina í filmuboxunum. Stjörnubíó var yfirfullt á báðum sýningum og mikið hlegið í bæði skiptin.

Perlur

og svín

frumsýnd

NÝJASTA kvikmynd Óskars Jónassonar "Perlur og svín" var frumsýnd á fimmtudaginn, fyrst kl. 18 og síðan kl. 20. Leikstjórinn sem landsþekktur er fyrir skemmtilegheit brást ekki áhorfendum sínum, og brá á leik þegar hann mætti til svæðis með kvikmyndina í filmuboxunum.

Stjörnubíó var yfirfullt á báðum sýningum og mikið hlegið í bæði skiptin. Leikstjórinn var mjög ánægður; "Viðbrögðin eru alveg ótrúleg, ég hélt að þetta gæti brugðist til beggja vona. Ég er búinn að horfa á myndina svo oft að ég er ekki lengur dómbær á hana. Oftast hélt ég að ég væri bara að flissa að eigin húmor, samanber heimskur hlær að sjálfs sín fyndni. Í kvöld hlustaði ég eftir því hverju fólk hafði gaman af í kvöld og sagði við sjálfan mig; "Er eitthvað að þessu fólki?" Þetta var alveg frábært."

Frumsýningargestir voru að vonum í mjög góðu skapi eftir á og héldu þá til veislu á Hótel Borg þar sem boðið var upp á góðar veigar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru allir hæstánægðir og ekki var verra að hin skemmtilega hljómsveit Casino var mætt á svæðið og spilaði alla upp úr skónum.

Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIKSTJÓRINN mætir galvaskur með kvikmyndina sína meðferðis. Æ, æ.



EINN aðalleikaranna heilsar upp á Árna Snæ Jónsson frumsýningargest. ARNÞÓR Jónsson, betur þekktur sem Addi rokk, lék einn af Rússunum í Perlum og svínum og kvaðst mjög ánægður með hversu góð skipulagning hafði verið á tökustað. Hér er hann í góðra manna hópi með Svanhildi Jakobsdóttur, Ólafi Gauki sem samdi tónlistina við myndina og Rögnu Fossberg sem á heiðurinn af förðuninni.

EVA MARÍA Jónsdóttir, heitkona Óskars, var mjög ánægð með hversu vel myndin hafði heppnast, en sagðist ávallt muna vera hreykin af Óskari sínum sama hvort hann geri vel eða illa heppnaðar kvikmyndir.



STEINUNN Ólína Þorsteinsdóttir var með þeim Helga Þór Jónssyni og Ingu Maríu Valdimarsdóttur. Steinunn leikur Eygló í "Perlum og svínum" og sagði hún hana eins og aðrar íslenskar stelpur; druslu í aðra röndina og hefðardömu í hina.



HRÖNN Kristinsdóttir hin glæsilega var framkvæmdastjóri myndarinnar. Hún var mjög ánægð með árangurinn og sagðist hér með sannfærð að hægt væri að gera góðar myndir fyrir litla peninga.

HALLGRÍMUR Helgason og Helga Braga Jónsdóttir fögnuðu ásamt vinkonu sinni Ólafíu Hrönn sem leikur eitt aðalhlutverkið í "Perlum og svínum". Hún sagði að það væri skrýtið að sjá sjálfan sig á tjaldinu og að hún þyrfti að sjá myndina aftur til að átta sig betur á þessu öllu saman.

NANNA Kristín Magnúsdóttir kom með kærastanum sínum Ólafi Darra Ólafssyni sem leikur Bjartmar bílabraskara með meiru. Ólafi leið mjög vel en sagðist hafa skolfið og nötrað eftir að sýningu lauk.



HLJÓMSVEITIN Casino á nokkur lög í kvikmyndinni. Hún mætti því til veislu og hér sjást Auðunn F. Ingvason, Snorri Sigurðarson og Samúel Jón Samúelsson yngri, sem er hljómsveitastjórinn, blása lúðra af fullum krafti.