Tvennir bræður, Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir og Þórður og Bjarni Guðjónssynir, verða í byrjunarliði Íslands í dag og er það í fyrsta sinn í landsleikjasögu landsins sem slíkt gerist. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tilkynnti byrjunarliðið eftir æfingu í gærkvöldi og stillir upp leikaðferðinni 3-4-3. Ólafur Gottskálksson verður í marki.
Tvennir bræður í STOFNANDI:: STEG \:
\:
Tvennir bræður
í byrjunarliðinu
Tvennir bræður, Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir og Þórður og Bjarni Guðjónssynir, verða í byrjunarliði Íslands í dag og er það í fyrsta sinn í landsleikjasögu landsins sem slíkt gerist.
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tilkynnti byrjunarliðið eftir æfingu í gærkvöldi og stillir upp leikaðferðinni 3-4-3. Ólafur Gottskálksson verður í marki. Í vörninni verða frá hægri Lárus Orri Sigurðsson, Eyjólfur Sverrisson og Hermann Hreiðarsson. Brynjar Gunnarsson verður fyrir framan Eyjólf, Sverrir Sverrisson hægra megin á miðjunni og Rúnar Kristinsson vinstra megin en Þórður Guðjónsson fyrir framan þá. Frammi verða Bjarni Guðjónsson, fyrirliðinn Arnór Guðjohnsen og Tryggvi Guðmundsson á vinstri vængnum.
Varamenn verða Kristján Finnbogason, Gunnlaugur Jónsson, Steinar Adolfsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Ívar Bjarklind, Einar Þór Daníelsson og Gunnar Már Másson.
Morgunblaðið/Kristinn ATLI Eðvaldsson, aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar, landsliðsþjálfara, bregður á leik á æfingu í gærmorgun; rífur í hár Tryggva Guðmundssonar, fyrrum lærisveins síns í Vestmannaeyjum sem verður í byrjunarliðinu í dag í fyrsta skipti. Arnór fyrirliði Guðhjohnsen er til hægri.
Morgunblaðið/Kristinn Tveir sterkir BRYNJAR Gunnarsson og Eyjólfur Sverrisson, sem hér kljást á æfingu á Ármannsvellinum í gærmorgun, verða í byrjunarliðinu. Eyjólfur verður í stöðu aftasta varnarmanns og Brynjar aftarlega á miðsvæðinu - líklega "nánasti samstarfsmaður" Eyjólfs.