LIECHTENSTEIN er eina liðið í riðlinum sem hefur ekki fagnað sigri í leikjum undankeppninnar en engu að síður hefur það skorað hjá öllum mótherjunum nema Íslandi. Liechtenstein tapaði m.a. 11:1 á móti Makedóníu, 8:1 á móti Rúmeníu og 2:1 á móti Litháen en markatalan í níu tapleikjum er 48:3. Byrjunarliðið er nánast eins og þegar Ísland vann 4:0 í fyrri leiknum ytra 20. ágúst sl.
Aðeins Ísland
haldið hreinu
LIECHTENSTEIN er eina liðið
í riðlinum sem hefur ekki fagnað sigri í leikjum undankeppninnar en engu að síður hefur það skorað hjá öllum mótherjunum nema Íslandi. Liechtenstein tapaði m.a. 11:1 á móti Makedóníu, 8:1 á móti Rúmeníu og 2:1 á móti Litháen en markatalan í níu tapleikjum er 48:3.
Byrjunarliðið er nánast eins og þegar Ísland vann 4:0 í fyrri leiknum ytra 20. ágúst sl. og leikaðferðin 3-4-2-1. Þrír leika í öftustu vörn, fjórir á miðjunni, tveir fyrir framan þá og einn frammi.