Í DAG verður haldin handverkssýning á Garðatorgi í Garðabæ. Milli þrjátíu og fjörutíu manns eru með sýningaraðstöðu á torginu og eru þar til sölu handunnir munir eins og trévörur, leirvörur, ýmis konar vefnaðar- og prjónavara, glervara og ýmislegt annað. Kvenfélagskonur sjá um vöflubakstur og kaffisölu, en handverksmarkaðurinn er opinn frá klukkan 10-18.
Handverk á Garðatorgi
Í DAG verður haldin handverkssýning á Garðatorgi í Garðabæ.
Milli þrjátíu og fjörutíu manns eru með sýningaraðstöðu á torginu og eru þar til sölu handunnir munir eins og trévörur, leirvörur, ýmis konar vefnaðar- og prjónavara, glervara og ýmislegt annað. Kvenfélagskonur sjá um vöflubakstur og kaffisölu, en handverksmarkaðurinn er opinn frá klukkan 10-18.