Auður Skúla-
dóttir þjálfar
Stjörnustúlkur
AUÐUR Skúladóttir hefur verið ráðin þjálfari
meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Stjörnunni. Auður hefur þjálfað yngri flokka Stjörnunnar með góðum árangri og á liðnu tímabili varð 3. flokkur kvenna Íslandsmeistari undir hennar stjórn. Páll Skúlason, þjálfari 5. flokks karla, verður aðstoðarþjálfari Auðar.
Stjarnan varð í sjötta sæti með 10 stig á nýafstöðnu Íslandsmóti og er stefnt hærra að ári. Auður heldur áfram að spila með liðinu og sömu sögu er að segja af flestum leikmönnum liðins tímabils auk þess sem gert er ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn.