Jóhann með fullt hús
JÓHANN Hjartarson hefur einn forystu á Norðurlandamóti Visa í skák og hefur unnið allar þrjár skákir sínar. Í þriðju umferð vann Jóhann Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes lék af sér manni í tímahraki og tapaði.
Svíinn Hector er nú í öðru sæti á mótinu með 2,5 vinninga en hann vann Westerinen í gær. Þröstur Þórhallsson hefur 1,5 vinninga en Helgi Áss Grétarsson og Hannes Hlífar einn vinning hvor eftir þrjár umferðir.
Í þriðju umferð gerði Helgi Áss jafntefli vð núverandi Norðurlandameistara, Curt Hansen, í stuttri skák. Þröstur hélt jöfnu við Schandorff í erfiðri stöðu.
Önnur úrslit urðu þau að Tisdall vann Djurhuus og Hillarp-Persson vann Nilssen. Jafntefli gerðu Åkeson og Gausel.
Fjórða umferð verður tefld á Grand Hotel Reykjavík í dag. Þá mætast m.a. Hannes og Helgi, Jóhann mætir Hillarp-Persson og Þröstur teflir við Curt Hansen.