Lárus Orri
í leiguvél
til Englands
LÁRUS Orri Sigurðsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, fer beint til Stoke í Englandi eftir landsleikinn við Liechtenstein í dag. Stoke á að leika við Port Vale í 1. deildinni á morgun og leggur mikla áherslu á að fá Lárus Orra, sem er fyrirliði liðsins, í leikinn enda mikil forföll í liðinu vegna meiðsla. Stoke hefur því leigt vél sérstaklega til að flytja Lárus Orra til Englands.
Lokahóf
KSÍ í kvöld
LOKAHÓF Knattspyrnusambands Íslands fer fram á Hótel Íslandi í kvöld. Þar verða m.a. útnefndir bestu og efnilegustu leikmenn karla og kvenna. Þar verður einnig valið lið ársins í Sjóvár- Almennra deildinni og eins í Stofn-deildinni. Liðin eru valin af íþróttafréttamönnum. Þá verður besti dómari Sjóvár-Almennra deildarinnar útnefndur og markahæstu leikmenn karla og kvenna fá viðurkenningar.
Þorvaldur Makan fær
bronsskóinn
GULL-, silfur- og bronsskór Adidas fyrir markahæstu leikmenn efstu deildar karla verða afhendir á lokahófi KSÍ á Hótel Íslandi í kvöld. Tryggvi Guðmundsson fær gullskóinn, Andri Sigþórsson bronsskóinn og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson bronsskóinn.
Morgunblaðið/Kristinn LÁRUS Orri.