Framleiðendur: Brad Krevoy, Steve Sabler, Brad Jenkel. Leikstjóri: Kevin Spacey. Handritshöfundur: Christian Forte. Kvikmyndataka: Mark Plummer. Tónlist: Michael Brook. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Faye Dunaway, Gary Sinise, William Fichtner, Joe Mategna, Viggo Mortensen, John Spencer, Skeet Ulrich, M. Emmet Walsh. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 7.október.

Afdrifarík

gíslataka Hvítur krókódíll (Albino Alligator) Spennumynd

Framleiðendur: Brad Krevoy, Steve Sabler, Brad Jenkel. Leikstjóri: Kevin Spacey. Handritshöfundur: Christian Forte. Kvikmyndataka: Mark Plummer. Tónlist: Michael Brook. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Faye Dunaway, Gary Sinise, William Fichtner, Joe Mategna, Viggo Mortensen, John Spencer, Skeet Ulrich, M. Emmet Walsh. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 7.október. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ÞAÐ voru miklar væntingar bundnar við frumraun leikarans Kevin Spacey sem leikstjóri. Hann hafði slegið í gegn árið áður í myndunum"Seven" og "The Usual Suspects", sem báðar fengu mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Spacey hefur greinilega mikið aðdráttarafl þessa stundina því í þessari mynd er úrvalslið leikara í öllum hlutverkum. Myndin segir frá ráni sem misheppnast og ræningjarnir þrír flýja undan lögreglunni. Eltingarleikurinn endar með því að þrír lögreglumenn liggja í valnum og einn ræninginn er mikið særður. Þeir komast við illan leik inn á krá eina og taka alla viðstadda gíslingu. Allt í einu er allt lögreglulið New Orleans komið fyrir utan krána og engin leið virðist vera út úr klandrinu. Þetta er fín mynd í flesta staði en miðað við þær væntingar sem bundnar voru við hana er hún gífurleg vonbrigði. Nokkrar ágætis senur eru í henni og leikurinn er yfir höfuð mjög góður þó enginn standi upp úr. Uppbyggingin er á köflum nokkuð klaufaleg og lítil spenna myndast. Spacey hefur gott vald á leikurunum en hann vantar töluvert upp á að geta haldið utan um efniviðinn. Tónlist Michael Brook er mjög góð og blandar saman afrískri tónlist og New Orleans djassi. Kvikmyndataka Mark Plummer er einnig til fyrirmyndar, sérstaklega er áreksturinn vel útfærður. Það eina sem er að myndinni er handritið en það er einfaldlega ekki nægilega vel skrifað. Ottó Geir Borg