Bridsfélag Siglufjarðar hóf starfsemi sína með aðalfundi 22. september sl. Í stjórn voru kosin: Bogi Sigurbjörnsson form., Björk Jónsdóttir gjaldkeri, Hinrik Aðalsteinsson ritari, Þórleifur Haraldsson blaðafulltrúi, Jóhann Jónsson áhaldavörður. Mikil gróska er í starfi félagsins og margir nýir spilarar bættust við nú í haust. Sérstaklega var áberandi aukning kvenna.
BRIDSUmsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Siglufjarðar
Bridsfélag Siglufjarðar hóf starfsemi sína með aðalfundi 22. september sl. Í stjórn voru kosin: Bogi Sigurbjörnsson form., Björk Jónsdóttir gjaldkeri, Hinrik Aðalsteinsson ritari, Þórleifur Haraldsson blaðafulltrúi, Jóhann Jónsson áhaldavörður.
Mikil gróska er í starfi félagsins og margir nýir spilarar bættust við nú í haust. Sérstaklega var áberandi aukning kvenna.
Nú er yngsti spilari hjá félaginu 13 ára en þeir elstu komnir yfir sjötugt, sem sannar að brids er íþrótt allra aldurshópa.
Eins og á síðastliðnum vetri hefur bridsfélagið boðið nýjum félögum upp á kennslu, sem Jóhann Stefánsson skólastjóri og Stefanía Sigurbjörnsdóttir hafa alfarið séð um og var fyrsta kennslukvöldið miðvikudaginn 8. október sl.
Kennt er "Standard"-sagnakerfið og margt annað varðandi úrlausnir spilara við spilaborðið. Laugardaginn 27. september var háð hin árlega bæjarkeppni milli Siglufjarðar og Akureyrar. Sex sveitir frá Akureyri sóttu okkur heim og urðu heimamenn að lúta í lægra haldi fyrir gestunum sem sigruðu með 568 stigum gegn 440.
Mánudagurinn 29. september var spilaður eins kvölds upphitunartvímenningur 22 para. Úrslit (efstu pör):
A-riðill
Ingvar Guðjónsson Kári Ölversson 106 Bogi Sigurbjörnsson Anton Sigurbjörnsson 103 Jón Tr. Jökulsson Guðgeir Eyjólfsson 100 B-riðill
Ólafur Jónsson Sólrún Júlíusdóttir 98 Jón Pálsson Þorsteinn Jóhannsson 94 Stefán Benediktsson Páll Jónsson 88 6. október hófst síðan 5 kvölda tvímenningur, Sigurðarmótið, þar sem spilað er um Siglufjarðarmeistaratitil.
Mótið er kennt við gömlu bridskempuna Sigurð Kristjánsson fyrrv. Sparisjóðsstjóra, sem var frumkvöðull í bridslífi Siglufjarðar á árum áður. Spilaður er barometer með 6 spilum milli para.
Efsta og neðsta par í tvímenningnum og par nr. 2 og næstneðsta par og svo framvegis mynda síðan sveit í 2 kvölda hraðsveitakeppni, sem spiluð verður að loknum þremur umferðum í tvímenningnum.
Staða efstu para eftir 4 umferðir af 21 er þessi:
Jón Kort Ólafsson Benedikt Sigurjónsson 62 Ólafur Jónsson (Sólrún Júlíusdóttir)
Guðm. Benediktsson 50 (Sigurður Hafliðason) Sigfús Steingrímsson
Reynir Árnason 48 Jóhann Jónsson Þórleifur Haraldsson 44 Jón Sigurbjörnsson Björk Jónsdóttir 44 Guðmundur Árnason Rögnvaldur Þórðarson 36 Guðlaug Márusdóttir Kristín Bogadóttir 36