KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Austurlandi hélt árlegan aðalfund sinn á Reyðarfirði sl. laugardag. Sigurjón Bjarnason, formaður ráðsins, gaf skýrslu um störf þess og fjárreiður. Aðalbjörn Sigurðsson, nýráðinn ritstjóri að Vikurblaðinu Austurlandi, gaf yfirlit um stöðu blaðsins.
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Austurlandi hélt
árlegan aðalfund sinn á Reyðarfirði sl. laugardag. Sigurjón Bjarnason, formaður ráðsins, gaf skýrslu um störf þess og fjárreiður. Aðalbjörn Sigurðsson, nýráðinn ritstjóri að Vikurblaðinu Austurlandi, gaf yfirlit um stöðu blaðsins. Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra, flutti ræðu en á vegum þingflokksins voru nýlega haldin haustþing í öllum byggðarlögum á Austurlandi. Í hádegishléi skoðuðu fulltrúar Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði undir leiðsögn Hreins Sigmarssonar. Eftir hádegi voru rædd sveitarstjórnarmál. Þuríður Backman talaði m.a. um hlut sveitarfélaga í umhverfismálum og Einar Már Sigurðsson um skólamál. Hjörleifur Guttormsson reifaði drög að stjórnmálaályktun fundarins sem fjallað var um í nefnd og síðan samþykkt samhljóða. Í ályktun fundarins er fjallað um eftirtalda þætti: Sjálfbæra þróun til framtíðar, einkavæðingu og vaxandi misskiptingu, búseturöskunina í landinu, stöðu heilsugæslu og skólamála, vegamál og óviðunandi hlut Austurlands, jarðgöng á Austurlandi, sameign og sjálfbæra stjórnun náttúruauðlinda, stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar, samvinnu flokka í stjórnarandstöðu. Í framkvæmdastjórn kjördæmisráðsins voru kjörin: Sigurjón Bjarnason, formaður, Hallveig Ingimarsdóttir, ritari, Guðmundur Beck, varaformaður. Í varastjórn: Magnús Stefánsson og Már Sveinsson. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins frá næsta landsfundi voru kjörin: Steinunn Aðalsteinsdóttir, Einar Már Sigurðsson, Magnús Stefánsson og Eiríkur Sigurðsson. Til vara: Eyjólfur Guðmundsson og Sigríður Dóra Sverrisdóttir.