SAMEINING félaga innan ASÍ er á dagskrá og 22. nóvember verða greidd atkvæði um sameiningu gamalla og rótgróinna félaga í Reykjavík, Dagsbrúnar og Framsóknar. Í leiðara Vinnunnar, eru sameiningarmálin gerð að umtalsefni.
»Sameining
stéttarfélaga
SAMEINING félaga innan ASÍ er á dagskrá og 22. nóvember verða greidd atkvæði um sameiningu gamalla og rótgróinna félaga í Reykjavík, Dagsbrúnar og Framsóknar. Í leiðara Vinnunnar, eru sameiningarmálin gerð að umtalsefni.Í VINNUNNI segir: "Stefnan hefur augljóslega verið sú að auka samvinnu félaga og jafnvel sameina þau. Menn eru að átta sig á því að mynda þarf stærri og hagkvæmari einingar til þess að geta veitt félagsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Félögin geta ekki gert einhliða kröfur til félagsmanna sinna heldur verða félagsmennirnir ekki síður að gera kröfur til félaganna, um öflugt starf að hagsmunamálum og trausta almenna þjónustu."
Sameining félaga VINNAN gerir síðan að umræðuefni sameiningu félaga í Húnavatnssýslum í eitt sameiginlegt félag, sem hlotið hefur nafnið Stéttarfélagið Samstaða. Þótt stofnfélögin séu aðeins fjögur standa vonir til að fleiri bætist í hópinn, en félagið mun hafa aðsetur á Blönduósi með þjónustuskrifstofur á Hvammstanga og Skagaströnd. Er það sami háttur og Eining í Eyjafirði hefur komið á, þar sem aðalskrifstofan er á Akureyri en þjónustuskrifstofur í smærri byggðarlögum við Eyjafjörð.
Snæfellingar hafa einnig samþykkt sameiningu, en þar munu verkalýðsfélögin á Hellissandi og Ólafsvík sameinast í stærsta félagið á svæðinu. Þá hafa fjögur félög á Suðurnesjum nýlega gert með sér samkomulag um sameiginlegt félagssvæði á Keflavíkurflugvelli. Væntanlega munu Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps sameinast innan fáeinna vikna. Víðar vinna menn að skipulagsbreytingum og sameiningu, til að mynda í Reykjavík, þar sem Dagsbrún og Framsókn eru í sameiningarhugleiðingum. Þá er þess og getið að félögin á Austfjörðum séu á sama báti og hafi skipað nefnd til þess að kanna kosti og galla sameiningar. Verzlunarmenn á Austfjörðum eru nú þegar í einu félagi og er félagssvæðið frá Bakkafirði, suður á Djúpavog.
Öflugri félög LOKS segir Vinnan: "Verið er að renna styrkari stoðum undir starfsemi félaganna með aukinni hagræðingu, auka svigrúm fyrir fjölbreyttari verkefni og bæta þjónustuna við félagsmennina. Það getur ekki annað en skilað sér í kraftmeira starfi og meiri árangri."