ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR
LJÚFASTA VONIN
Það er alltaf svo dýrmætt að dvelja
í dásemdum þínum faðir
ég fylli hjartað og huga minn núna
af helgasta anda þínum.
Lífið hefur nú litast að nýju
litunum þínum fögru
veturinn farinn og frostið harða
nú fegursta rósin er vöknuð.
Á hörpuna mína ég stilli strengi
og slæ nú lífsspilið mikla
olía Drottins drýpur niður
dag hvern af lífstré mínu.
Í huganum fer ég til himinsins
geyma
til höfundar alls þess er lifir
vonin á lífið er vöknuð að nýju
og vonglöð nú áfram skal haldið.
Hvert andartak læt ég í lófana þína
því liðið á daginn er orðið
uns kem ég í föðurins faðminn stóra
sú ferð er ljúfasta vonin.
Höfundur er skáld og húsmóðir í Reykjavík.