BARNALEIKSÝNINGAR hefjast í dag að nýju í Ævintýra-Kringlunni eftir sumarlangt hlé. Kl. 14.30 sýnir Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Leikarar eru Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mínútur.

Mjallhvít

í Ævintýra- Kringlunni

BARNALEIKSÝNINGAR hefjast í dag að nýju í Ævintýra-Kringlunni eftir sumarlangt hlé. Kl. 14.30 sýnir Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö.

Leikarar eru Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mínútur.

"Ævintýra-Kringlan er barnagæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2­8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ekki er hætta á að börnunum leiðist því þar er ýmislegt til gamans gert. Þar er hægt að teikna og mála. Sagðar eru sögur og farið í leiki. Stundum hefur verið boðið upp á leikræna tjáningu og síðan eru leiksýningar vikulega. Ævintýra- Kringlan er opin kl. 14­18.30 virka daga og kl. 10­16 laugardaga," segir í fréttatilkynningu frá Kringlunni.