Kristófer Sigvaldi
Snæbjörnsson
Þegar vinur minn Kristófer Snæbjörnsson er dáinn, vil ég sjálfur og fjölskylda mín senda Svanhildi konu hans og börnum þeirra og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur.
Kristófer var góður drengur og harðduglegur og fylginn sér. Margan greiðann gerði hann mér og fjölskyldu minni meðan hann var í vöruflutningum og eins eftir að hann fór að stunda fiskverkun, var að gella með góðum árangri.
Ég veit að Guð geymir og blessar Kristófer og launar honum vel unnin störf og alla hans hlýju og brosið hans sem ég aldrei gleymi. Blessuð sé minning hans og með mér mun hún lifa, því minning um góðan dreng lifir ævinlega.
Við sendum Svanhildi og börnunum innilegar samúðarkveðjur.
Eggert Ingimundarson, Hellissandi.