Kristófer Sigvaldi
Snæbjörnsson
Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Kristófers Snæbjörnssonar, sem andaðist 1. október sl. Ekki er það meining mín að skrifa neina lofræðu um Kristófer, enda ekki þörf á því. Hann kynnti sig best sjálfur með hógværð sinni og hlýju.
Kristófer var einn af þeim bestu og ljúfustu mönnum sem ég hef kynnst. Þín er sárt saknað, en okkur er sagt að við skulum ekki hryggjast þegar við skiljum við vini okkar, því að það sem okkur þykir vænst um í fari þeirra verður ljósara í fjarveru þeirra.
Elsku Svanhildur og fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni.
Kæri Kristófer, við sjáumst síðar.
Þín
Sigurlaug.